fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Jákvæðar vendingar í óhugnanlegu máli – Mæðginum rænt af málaliðum á Kanarí

Ritstjórn DV
Laugardaginn 15. mars 2025 18:30

Frá Gran Canaria.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjan Kanarí, eða Gran Canaria, er einn vinsælasti áfangastaður sólsveltra Íslendinga. En það er ekki bara sól og gleði á eyjunni, þar eiga sér stað glæpir eins og annars staðar. Jafnvel óhugnanlegri glæpir en við erum vön hér á eldgömlu Ísafold.

DV greindi í gær frá óhuganlegum tíðindum frá eyjunni fögru. Konu og 19 ára syni hennar var rænt í bænum El Salobre, sem er ekki ýkja langt frá ensku ströndinni og Maspalomas þar sem íslenskir ferðamenn halda sig gjarnan.

Samkvæmt Canarian Weekly var mæðgininum rænt af málaliðum í vikunni, en talið er að málið tengist deilum tveggja glæpahópa sem leggja stund á fíkniefnasmygl. Málaliðarnir hafi ætlað sér að ná höggi á tilteknum manni og því rænt konu hans og syni.

Lögreglan á Kanarí greindi svo frá því í dag að lögregla hefði haft uppi á mæðginunum og þökk sé þrýstingi sem glæpahópurinn var beittur eru mæðginin nú laus og óhull. Rannsókn málsins heldur þó áfram.

Fjölskyldan býr í rólegu og vel megandi hverfi, en Canarian Weekly kallar heimili þeirra lúxuseign. Málið hefur vakið mikinn óhug meðal íbúa á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin