fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Hrefna Sætran segir skilið við Grillmarkaðinn

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 6. mars 2025 15:49

Hrefna Sætran

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kokkurinn og veitingahúsaeigandinn Hrefna Sætran hefur selt hlut sinn í þremur veitingastöðum. Um er að ræða Grillmarkaðinn, Trattoria og Rauttvín. Þetta kemur fram í færslu Hrefnu á Facebook en þar segist hún ætla að einblína áfram á rekstur Fiskmarkaðarins, Uppi bar, Skúla Craft Bar og Kampavínsfjélagsins.

„Það er gott að breyta til og einfalda lífið. Ég finn sterkt að mín ástríða liggur í að að skapa framúrskarandi upplifun í mat og drykk og bjóða upp á gæðavörur þegar fólk heimsækir okkur. Þessi hugsun endurspeglast í öllu sem við gerum, hvort sem það er á veitingastaðnum, á barnum, í víninu eða á miðlunum okkar.
Þetta eru spennandi tímamót og ég spennt að halda áfram þeirri skemmtilegu vinnu sem við höfum verið í síðustu ár með öllu því skapandi fólki sem ég fæ að vinna með. Svo eru framundan ótrúlega spennandi verkefni í gangi hjá okkur sem ég hlakka til að segja ykkur frá. Nú er rétti tíminn til að setja mína krafta í það sem ég brenn fyrir. Búa til upplifanir og góðar stundir. Það er það sem gerir þetta skemmtilegt,“ segir Hrefna í færslunni.

Hrefna opnaði Grillmarkaðinn árið 2011 ásamt viðskiptafélögum sínum og hefur staðurinn verið síðan í hópi vinsælustu og farsælustu veitingahúsa landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn
Fréttir
Í gær

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar