fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Guðrún skjálfandi eftir sigurinn nauma

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 2. mars 2025 14:14

Guðrún Hafsteinsdóttir. Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér líður vel en ég skal viðurkenna það að ég er svolítið skjálfandi inni í mér núna,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali við RÚV, að lokinni kosningunni.

„Ég hafði grun um að þetta yrði jafnt og þetta varð eiginlega hnífjafnt,“ sagði Guðrún ennfremur.

Guðrún lagði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í formannskjörinu með afar litlum mun, hlaut aðeins 50,11% atkvæða.

Sjá einnig: Guðrún formaður eftir æsispennandi kosningu

Aðspurð sagðist Guðrún ekki þora að segja til um hvað hafi gert úrslitamuninn.

Guðrún sagði einnig: „Við erum búin að heyja drengilega og kröftugu kosningabaráttu, sem ég tel að hafi verið Sjálfstæðisflokknum til mikils sóma og ég veit að við munum ganga sameinuð og samstillt og sterk út af þessum fundi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þór í hálfgerðu áfalli eftir gærkvöldið

Ólafur Þór í hálfgerðu áfalli eftir gærkvöldið