fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. febrúar 2025 06:24

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur boðað það að ríkum útlendingum muni brátt standa til boða að kaupa svokallað gullkort til að starfa og búa í Bandaríkjunum. Verðmiðinn á kortinu verði 5 milljónir bandaríkja dala sem eru um 700 milljónir króna. Það geti síðan leitt til þess að auðkýfingarnir fái ríkisborgararétt í Bandaríkjunum.

„Við höfum verið með græna kortið en þetta verður gyllta kortið,“ sagði Trump á blaðamannafundi í gær.

Sagði hann söluna á kortunum myndi hefjast eftir um tvær vikur og bjóst hann við því að mikil ásókn yrði í slík kort. Milljónir slíkra korta myndu seljast.

Aðspurður hvort að hann myndi selja slík kort til rússnesnkra olígarka sagði Trump: „Já, mögulega. Ég þekki nokkra rússneska olígarka og þeir eru mjög gott fólk,“ sagði Trump.

Viðskiptaráðherrann Howard Lutnick útskýrði síðan að gerð yrði bakgrunnsrannsókn á umræddum auðkýfingum til að tryggja að þeir væru „frábærir heimsborgarar“.

Hið gyllta kort mun koma í stað svokallaðrar EB-5-leiðar sem ýtt var úr vör árið 1992 og veitir útlendinngum sem fjárfesta í Bandaríkjunum, fyrir um eina milljón dollara, möguleika á því að öðlast græna kortið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla