fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 26. febrúar 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grindvíkingurinn Björn Birgisson, sem gjarnan skrifar um þjóðfélagsmál á Facebook-síðu sinni segist hafa verið sentimetrum frá því að lenda í stórslysi á Sandgerðisvegi í gær. 

Ökumaður sem keyrði á eftir honum hafi keyrt fram úr honum og smeygt sér fram fyrir bíl Björns þegar annar bíll kom á móti. 

„Ók á tæplega  90 kílómetra hraða og sá framundan tvo bíla nálgast á leið frá Sandgerði, væntanlega á svipuðum  hraða og ég var á. Sá bílljós í baksýnisspeglinum og sýndist þau nálgast mjög hratt, en skyggni var ekki sérlega gott. Hægði ósjálfrátt á rafmagnsdósinni,“

segir Björn sem var að keyra Sandgerðisveg á heimleið eftir vel heppnaða ferð til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.

„Ökuníðingurinn á eftir mér þeyttist fram úr, mín ágiskun er að hann hafi ekið á um 150 kílómetra  hraða í slabbinu á veginum og hársbreidd munaði að hann lenti framan á fyrri bílnum sem kom úr gagnstæðri átt. Ef ég hefði ekki hægt á Kíunni hefði þarna orðið stórslys.

Plássið sem ökuníðingurinn  hafði til að smeygja sínum bíl fram fyrir okkar bíl mælist frekar í sentimetrum en metrum.

Þetta var rosalegt og því miður náði ég ekki númeri hvíta fólksbílsins til að geta haft upp á nafni ökuníðingsins sem var í þessum dráps leiðangri.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“