fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

„Þarf einungis örfáa skjálfta til að setja af stað mikið viðbragð á svæðinu“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. febrúar 2025 07:50

Mynd: KSJ/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þröskuldurinn fyrir því að kvikuhlaup fari af stað þykir mjög lár og þarf einungis örfáa skjálfta til að setja af stað mikið viðbragð á svæðinu,“ segir í færslu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands á Facebook nú í morgunsárið.

Þrír skjálftar urðu í Svartsengi með skömmu millibili í gærkvöldi og um tíma var jafnvel talið að kvikuhlaup væri að fara af stað.

Í færslu hópsins í morgun kemur fram að ekki hafi orðið vart við frekari jarðhræringar eftir skjálftana. Þó sé ljóst að þröskuldurinn sé mjög lár til að koma af stað kvikuhlaupi.

„Skjálftarnir í gærkvöldi urðu á miðri Sundhnúkasprungunni, einmitt á þeim stað þar sem undanfarin kvikuinnskot hafa átt upptök sín. Frá þessum stað hafa þau svo stækkað til suðvesturs og norðausturs,“ segir í færslunni.

Í tilkynningu sem Veðurstofa Íslands sendi frá sér í vikunni kom fram að landris hafi haldið áfram en þó hægt örlítið á sér á síðustu vikum. Þá sýndu líkanreikningar að kvikusöfnun nálgist miðgildi þess rúmmáls sem talið er þurfa til að hleypa af stað kvikuhlaupi og eldgosi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skatturinn sagður hafa sýnt björgunarsveit of mikla hörku

Skatturinn sagður hafa sýnt björgunarsveit of mikla hörku
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu
Fréttir
Í gær

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt
Fréttir
Í gær

Guðni Th. kennir á námskeiði um Þingvelli

Guðni Th. kennir á námskeiði um Þingvelli
Fréttir
Í gær

Úrgangur úr fiskvinnslu lak út á höfnina í Patreksfirði – Heppni að menn á olíuskipi sáu lekann

Úrgangur úr fiskvinnslu lak út á höfnina í Patreksfirði – Heppni að menn á olíuskipi sáu lekann