fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Aldrei fleiri konur í fangelsi á Íslandi

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 11:39

Sextán eru á Hólmsheiði en þrjár að Sogni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nítján konur eru í fangelsi á Íslandi í dag og hafa þær aldrei verið fleiri. Flestar eru erlend burðardýr.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Afstöðu, félagi fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun.

Af konunum nítján eru aðeins fjórar íslenskar. Hinar eru frá ýmsum löndum og flest allar svokölluðu burðardýr, sem haldið er fyrir smygl á fíkniefnum. Í einhverjum tilfellum er grunur um mansal, það er að þær hafi ekki átt neitt val um að smygla efnunum til Íslands.

„Flestar konurnar munu fá lágan dóm og ættu í raun að getað tekið dóminn út í samfélagsþjónustu en þær fá það ekki eins og íslensku konurnar og eru því mismunað á því úrræði vegna þjóðernis,“ segir í tilkynningu Afstöðu.

Sextán konur eru vistaðar í fangelsinu á Hólmsheiði og þrjár í opnu úrræði að Sogni.

Að mati Afstöðu gætu fleiri konur farið í opið úrræði en fá það ekki vegna plássleysis. Aðeins er pláss fyrir þrjár konur í opnum úrræðum en fjörutíu og einn karl.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK