fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Zelenskyy segir að friðargæslulið í Úkraínu án bandarískra hermanna yrði „stór mistök“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 22:00

Úkraínskur hermaður stendur vörð yfir rússneskum stríðsföngum í Kursk. Skjáskot/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það yrðu „stór mistök“ að senda hermenn frá Bretlandi, Frakklandi eða öðrum bandalagsríkjum til Úkraínu, til að tryggja öryggi landsins, án þess að bandarískir hermenn væru með í för.

Þetta sagði Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, í samtali við Sky News að afloknum fundi hans með David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands.

Hann sagði að ef bandarískir hermenn taki ekki þátt í verkefninu, muni það „veita Rússum forskot“ og gaf þar með í skyn að hann telji ekki að það sé nógu sterkt að aðeins evrópskir hermenn komi að því að tryggja öryggi Úkraínu ef samið verður um vopnahlé við Rússa.

Hann sagði einnig að aðildarríki NATÓ verði að setja fjármagn í heri sína, að öðrum kosti eigi þau á hættu að standa í sömu sporum og Úkraína, í stríði og tilneydd til að setja alla fjármuni sína í herinn.

Þegar hann var spurður hvort hann sé bjartsýnn á að friðarviðræður við Rússa hefjist á næstu vikum sagði hann að fyrsta skrefið sé að stilla saman strengi með Bandaríkjunum, Evrópu og evrópskum leiðtogum, bandamönnum Úkraínu. „Við verðum að vera sammála um markmiðið og síðan þarf að deila því með óvininum, skref fyrir skref.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu