fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. febrúar 2025 21:00

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar náttúruauðlindir eru í Úkraínu, til dæmis er mikið af liþíum þar en það er notað í rafbíla. Donald Trump sagði nýlega að Bandaríkin vilji fá aðgang að auðlindunum, sem leynast í úkraínskri jörð, ef Úkraínumenn vilja fá áframhaldandi stuðning frá Bandaríkjunum.

En ef hann vill koma höndum yfir hið verðmæta liþíum, þá verður hann að hafa hraðar hendur því Rússar standa við dyrnar og banka.

„Já, ég vil tryggja öryggi þessara sjaldgæfu jarðmálma. Við sendum þeim mörg hundruð milljónir dollara. Þeir eiga mikið af sjaldgæfum málmum og ég vil fá tryggingu fyrir því að við fáum þá,“ sagði Trump í síðustu viku.

Með þessum ummælum tvinnaði hann kaupmennsku saman við afstöðuna til stríðsins í Úkraínu og opnaði um leið fyrir möguleikann á áframhaldandi stuðningi við landið en það er mjög háð vopnum frá Bandaríkjunum. Hergagnaframleiðslan í Evrópu er ekki nægilega öflug og getur ekki tryggt Úkraínu jafn mikið af vopnum og koma frá Bandaríkjunum.

En hugmyndin er raunar ekki frá Trump kominn því hún var sett fram í siguráætlun Úkraínumanna sem Volodymyr Zelenskyy, forseti, kynnti á síðasta ári. Í henni er opnað á möguleikann á að í staðinn fyrir stuðning Vesturlanda leyfi Úkraínumenn vestrænum fyrirtækjum að vinna málma úr jörðu í Úkraínu.

Bandaríkin og Úkraína gerðu samning varðandi þetta á meðan Joe Biden var við völd en samningurinn rann út í sandinn. New York Times segir að það hafi verið vegna þess að Úkraínumenn hafi viljað geyma hann svo þeir gætu boðið Trump þetta þegar hann tæki við völdum.

Auk liþíums, þá eru til dæmis úran og títaníum í jörðu í Úkraínu auk kola.

En Trump verður að hafa hraðar hendur ef hann vill tryggja sér aðgang að liþíum í Úkraínu því mesta magnið af þessum málmi í Úkraínu og Evrópu er í þeim hluta Dnipro-héraðs sem liggur að Donetsk-héraðinu en þar eru Rússar nú að reyna að umkringja bæinn Pokrovsk. Þeir eru í aðeins 10 km fjarlægð frá svæðinu þar sem liþíumið er og því verður Trump að hafa hraðar hendur með að senda Úkraínumönnum hernaðaraðstoð ef hann vill koma í veg fyrir að efnið falli í hendur Rússa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu