fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 07:12

Svona verður staðan klukkan 10.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rauðar viðvaranir taka aftur gildi á stórum hluta landsins með morgninum og eru þær í gildi fram eftir degi.

Á höfuðborgarsvæðinu er rauð viðvörun til dæmis í gildi til klukkan 13 og er gert ráð fyrir 25 til 33 metrum á sekúndu og snörpum vindhviðum. Talsverð rigning verður með köflum og foktjón líklegt. Ekkert ferðaveður verður á höfuðborgarsvæðinu og segir í viðvörun Veðurstofunnar að það geti verið hættulegt að vera á ferð utandyra.

Svipað verður uppi á teningnum á Suðurlandi og á Faxaflóa þar sem staðbundnar hviður geta farið í 45 til 50 metra á sekúndu.

Óveðrið fer svo yfir Strandir og Norðurland vestra og Norðurland eystra eilítið seinna. Á Norðurlandi eystra er rauð viðvörun í gildi til klukkan 16 en þar má gera ráð fyrir hviðum yfir 50 metra á sekúndu. Rigning verður með köflum og hláka.

Á Austfjörðum tók rauð viðvörun gildi klukkan 7 í morgun og á Austurlandi tekur hún gildi klukkan 8. Á þessum slóðum verður rok eða ofsaveður.

Hægt er að kynna sér viðvaranir Veðurstofunnar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin