fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. janúar 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég sagði við hann í nafni okk­ar allra að kraf­an væri að húsið yrði fjar­lægt og því fund­inn ann­ar staður,” segir Kristján Hálfdánarson, formaður húsfélagsins í Árskógum 7, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Kristján vísar þar í fund sem íbúar í Árskógum 7 áttu með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra. Á fundinum fékk borgarstjóri meðal annars undirskriftalista með 2.830 undirskriftum þar sem farið var fram á verkstöðvun. Mikið hefur verið rætt um vöruskemmuna í Álfabakka undanfarnar vikur sem reist var fáeinum metrum frá íbúðablokk í Árskógum.

Kristján segist í samtali við Morgunblaðið hafa ítrekað við borgarstjóra á fundinum hvað það væri glórulaust að troða svona húsi niður í íbúðabyggð.

„Það væru til iðnaðarsvæði sem væru eini rétti staður­inn fyr­ir hús af þess­ari stærðargráðu fyr­ir iðnað og vöru­geymslu,“ seg­ir Kristján og bætir við að borgarstjóri hefði sagt að verið væri að vinna í málinu en engin tillaga komið fram.

„Það sem blasir við í þessu máli er að það verður gríðarlega kostnaðarsamt að fara í raunhæfar aðgerðir og sá kostnaður mun lenda á okkur skattgreiðendum. Ég sagði við Einar að lágmarkskrafa okkar væri að vöruskemman sem er hér næst húsinu okkar yrði tekin niður og færð annað,“ segir Kristján við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin