fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fréttir

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 26. janúar 2025 15:30

Iceland ætlar að tvinna saman líkamsrækt og verslunarferðir. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska verslunarkeðjan Iceland kynnti stórundarlega nýung í verslunum sínum. Innkaupakerrur og körfur sem hjálpa fólki við líkamsrækt.

Annars vegar er um að ræða innkaupakerru á sleða sem vegur alls 25 kílógrömm. Eins og gefur að skilja er erfiðara að keyra hana um verslunina en venjulega búðarkerru.

Hins vegar er um að ræða innkaupakörfu með áföstum lóðum. Vegur hún heil 15 kílógrömm.

Körfurnar eru 15 kíló. Mynd/Iceland

Ástæðan fyrir því að forsvarsmenn Iceland ákváðu að búa þetta til var könnun sem þeir létu gera sem sýndi að 37 prósent Breta setja sér markmið í líkamsrækt á hverju ári. Þar af sögðust meira en helmingur, 56 prósent, myndu stunda líkamsrækt í búðarferðum ef það væri boðið upp á það.

„Raunveruleikinn er sá að flest fólk hefur ekki tíma til að fara í ræktina eða hefur ekki áhuga á því,“ sagði Paul Dhaliwal, yfirmaður hjá Iceland Foods. „Þess vegna höfum við blandað saman matarinnkaupum og líkamsrækt og ætlum ða hlusta á hvað viðskiptavinirnir segja um þetta. Þetta gæti breytt því hvernig við verslum í matinn til framtíðar.“

Kerrurnar eru 25 kíló. Mynd/Iceland
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu