fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Neitaði að gefa eftir flugvélarsæti sitt til barns í frekjukasti – Dómstólar taka málið fyrir

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 26. janúar 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilískur bankastarfsmaður á þrítugsaldri, Jeniffer Castro, hyggst lögsækja brasilíska flugfélagið GOL Airlines fyrir að starfsmenn þess hafi ekki stigið inn í rifrildi sem átti sér stað í einni vél fyrirtækisins á dögunum. Rifrildið var tekið upp af öðrum flugfarþega og fór síðan sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum sem olli Castro margskonar vanlíðan.

Rifrildið snerist um það að Castro kom inn í flugvél GOL sem var á leið frá Rio de Janeiro til Bele Horizonte þann 4. desember síðastliðinn. Þegar Castro ætlaði að setjast í gluggasæti sitt sat þar ungur drengur. Castro benti honum og móður hans á að þetta væri sæti hennar og bað hann um að færa sig í sætið sitt, sem var við ganginn i sömu röð.

Drengurinn færði sig en tók þessu afar illa og öskraði og grét í frekjukasti yfir örlögum sínum. Móðir drengsins húðskammaði Castro fyrir að láta ekki eftir syninum en Castro sat við sinn keip og reynd að hvíla sig í sæti sínu.

Annar flugfarþegi tók síðan lætin upp og urðaði sömuleiðis yfir Castro. Þaðan fór myndskeiðið á samfélagsmiðla og vakti mikla athygli.

Þó ýmis nettröll hafi látið Castro heyra það þá var meirihlutinn þó á því að hún hefði verið í fullum rétti að krefjast þess að fá sætið sem hún borgaði fyrir. Segja má að bylgja hafi myndast henni til stuðnings og varð til þess að hún vakti þjóðarathygli í Brasilíu.

Á örskömmum tíma fóru yfir 2 milljónir manna að fylgja Castro á samfélagsmiðlum og hún hefur fengið auglýsingasamninga í kjölfarið.

Upplifunin reyndist henni þó afar erfið og í viðtali á dögunum greindi Castro frá því að hún hygðist lögsækja GOL-flugfélagið fyrir aðgerðaleysi sitt en áhöfnin um borð gerði ekkert til að lægja öldurnar um borð. Þá hyggst hún einnig lögsækja farþegann sem tók upp myndbandið fyrir að rjúfa friðhelgi einkalífs hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Umfangsmikil leit í Noregi að bandarískum blaðamanni

Umfangsmikil leit í Noregi að bandarískum blaðamanni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“
Fréttir
Í gær

Segist ekki vilja leyniþjónustu á Íslandi

Segist ekki vilja leyniþjónustu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Systir Kim Jong-un segir að Trump verði að sætta sig við raunveruleikann

Systir Kim Jong-un segir að Trump verði að sætta sig við raunveruleikann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að loka eigi Reynisfjöru þegar aðstæður krefjast – „Afþakka ég skítakomment og skammir í garð þeirra sem hafa farist í Reynisfjöru“

Segir að loka eigi Reynisfjöru þegar aðstæður krefjast – „Afþakka ég skítakomment og skammir í garð þeirra sem hafa farist í Reynisfjöru“