fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. janúar 2025 10:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump verður svarinn inn í embætti Bandaríkjaforseta í dag og það má búast við því að hann muni hafa í mörg horn að líta áður en dagurinn endar. Er reiknað með að hann muni slá met í forsetatilskipunum á fyrsta degi og þær verði jafnvel allt að hundrað talsins.

NBC News segir að forsetatilskipanirnar, sem þekkjast einnig undir nafninu forsetaúrskurðir, gætu mögulega farið yfir 100 á meðan The Hill bendir á að sjálfur hafi Trump sagt að þær verði „tugir, næstum hundrað, til að gæta nákvæmni.“

Trump hélt erindi á fjöldasamkomu í Washington DC í gærkvöldi þar sem hann sagði meðal annars að Bandaríkjamenn þyrftu að endurheimta landamæri sín. Talið er líklegt að tilskipanirnar muni snerta hin ýmsu mál.

Landamæra- og innflytjendastefna: Sem fyrr segir er búist við því að Trump lýsi yfir einhvers konar neyðarástandi á landamærunum á milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Hann muni einnig taka upp á að fíkniefnasamtök í Mexíkó, sem velta milljörðum dala, verði skilgreind sem hryðjuverkasamtök. Þá muni hann endurvekja hina svokölluðu „Remain in Mexico”-stefnu sem kveður á um að þeir sem sækja um hæli í Bandaríkjunum þurfi að dvelja í Mexíkó þar til mál þeirra fær efnislega meðferð í Bandaríkjunum.

Orkumál: Reiknað er með að Trump muni afturkalla reglugerðir um olíuborun og grípa til aðgerða til að afnema takmarkanir á orkuöflun. Þá er þess vænst að hann muni snúa við ýmsum aðgerðum frá Biden-tímanum sem snúa að loftslagsmálum eins og að fella niður reglur sem styðja rafbíla.

Fjölbreytni, jafnrétti og inngilding (DEI): Búist er við því að hann afturkalli ýmis atriði sem lúta að svokölluðu DEI-átaki bandarískra stjórnvalda á Biden-tímanum. Er meðal annars vísað til átaks á sviði jafnréttismála sem snúast um að tryggja að allir einstaklingar hafi sömu tækifæri, óhæð kyni, kynþætti, menningu og kynhneigð svo eitthvað sé nefnt.

Trump hefur verið gagnrýninn á DEI og bent á að átakið geti orðið til þess að einstaklingar veljist frekar í störf á grundvelli til dæmis kyns eða kynþáttar frekar en á grundvelli hæfileika eða frammistöðu. Óvíst er þó á þessari stundu hvaða breytingar hann mun nákvæmlega gera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur