fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 17. janúar 2025 15:30

Vík í Mýrdal en enskumælandi íbúar þar hafa miklar áhyggjur af niðurskurði til íslenskukennslu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur ákært fimmtugan íslenskan vörubílstjóra fyrir að keyra fullur og ökuleyfissviptur. Þegar lögregla stöðvaði vörubílstjórann þóttist hann vera annar maður.

Vörubílstjórinn var stöðvaður við akstur föstudaginn 19. júlí á síðasta ári á hringveginum austan við Vík í Mýrdal. Þegar hann var stöðvaður gaf hann ranglega upp nafn annars vörubílstjóra, sem er tveimur árum eldri en ber sama fornafn.

Komst í ljós að vörubílstjórinn var ekki sá sem hann sagðist vera. Þar að auki var hann próflaus, sviptur ökuréttindum ævilangt, og fullur. Í blóði hans mældist 2,36 prósenta vínandamagn.

Þar að auki kom í ljós að vörubílstjórinn hafði ekki virt hvíldarskyldu. Hún er fjórir og hálfur klukkutími en vörubílstjórinn hafði ekið frá 5:47 til 11:38, eða í tæpan fimm og hálfan tíma.

Ekki náðist að birta vörubílstjóranum ákæru og var ákæran því birt með fyrirkalli í Lögbirtingablaðinu. Er þess krafist að hann verði dæmdur til refsingar fyrir bæði umferðarlagabrot og rangar sakargiftir, sem og að sæta sviptingu ökuréttinda og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Sæki hann ekki þing má hann búast við að fjarvist hans verði metin til jafns við játningu og hann dæmdur fjarstaddur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin