fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Ríki vara við – Segja að Norður-Kórea öðlist mikilvæga reynslu í stríðinu við Úkraínu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 09:30

Mynd sem Úkraínumenn birtu af norður-kóreskum hermanni á vígstöðvunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og kunnugt er þá hefur einræðisstjórnin í Norður-Kóreu sent mörg þúsund hermenn til Rússlands til að berjast við hlið rússneskra hermanna gegn Úkraínumönnum. Vesturlönd telja þetta hafa markað mikla stigmögnun stríðsins og nú vara mörg ríki við afleiðingunum af þátttöku norðurkóresku hermannanna í stríðinu.

Talsmaður úkraínskra stjórnvalda segir að sú bardagareynsla, sem norðurkóresku hermennirnir öðlast nú, sé „heimsvandi“. Þeir eru sagðir hafa verið ansi óreyndir í upphafi en nú sé staðan önnur. AP skýrir frá þessu og segir að talsmaðurinn hafi sagt að í fyrsta sinn í áratugi, öðlist norðurkóreskir hermenn bardagareynslu.

Talið er að um 12.000 norðurkóreskir hermenn hafi verið sendir til Rússlands. Ónefndur úkraínskur hermaður segir þá vera „agaða“ og „skipulagða“ þegar kemur að bardögum. Aðrir hafa lýst taktík þeirra sem úreltri.

Bandaríkin vöruðu öryggisráð SÞ við því í síðustu viku að áhrif af stríðsþátttöku Norður-Kóreu geti orðið alvarleg. Með henni verði þeir betur í stakk búnir til að há stríð gegn nágrannaríkjum sínum.

Úkraínumenn handtóku tvö norðurkóreska hermenn á laugardaginn og eru það fyrstu norðurkóresku stríðsfangarnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Í gær

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“