fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Pútín gagnrýnir stjórn sína

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 07:00

Vladimír Pútín. Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viku fyrir jól sukku tvö olíuflutningaskip í Kerchsundi sem er á milli Krímskagans og Rússlands. Samtals voru 9.200 tonn af olíu í skipunum og endaði megnið af henni í sjónum. Afleiðingarnar hafa ekki leynt sér síðan.

Fljótlega eftir að skipin sukku, óljóst er hvort þau sukku vegna veðurs eða hvort Úkraínumenn sökktu þeim, byrjaði olía að berast upp á strendur við Anapa og Temrjuk í Krasnodarhéraðinu. Tveimur dögum síðar sagði Vladímír Pútín, forseti, að hér væri um „augljósar umhverfishörmungar“ að ráða.

Á jóladag var neyðarástandi lýst yfir í Krasnodar vegna mengunarinnar.

Þann 4. janúar hafði olían náð til Feodosia, Sudak, Alusita og að ströndinni utan við Sevastopol.

Pútín er ekki sáttur við hvernig staðið hefur verið að málum eftir að skipin sukku. Á ríkisstjórnarfundi á fimmtudaginn sagði hann þetta vera eitt stærsta umhverfisslysið á síðari árum í Rússlandi. Interfax skýrir frá þessu.

„Miðað við það sem ég sé og þær upplýsingar sem ég fæ, þá tel ég að ekki hafi nægilega mikið verið gert til að lágmarka tjónið fram að þessu,“ sagði hann einnig.

Rússneskir fjölmiðlar og umhverfisverndarsamtök hafa fjallað um áhrif mengunarinnar og birt myndir af fuglum, löðrandi í olíu, og öðrum dýrum. Að minnsta kosti 32 höfrungar hafa fundist dauðir. Mörg þúsund sjálfboðaliðar hafa unnið að hreinsun á strandlengjunni síðustu vikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gunnlaugur Claessen er látinn

Gunnlaugur Claessen er látinn
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“
Fréttir
Í gær

Þórður sendir stórútgerðinni eitraða pillu fyrir grátherferðina – „Flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi“ 

Þórður sendir stórútgerðinni eitraða pillu fyrir grátherferðina – „Flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi“ 
Fréttir
Í gær

Jón lýsir martröð dóttur sinnar: „Þá var hún í fylgd með einhverjum karlkyns félögum sínum, sem nauðguðu dóttur minni“

Jón lýsir martröð dóttur sinnar: „Þá var hún í fylgd með einhverjum karlkyns félögum sínum, sem nauðguðu dóttur minni“
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“
Fréttir
Í gær

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina