fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fréttir

Löggan sat fyrir ferðamanni fyrir utan ÁTVR – „Gerist þetta oft?“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 13:30

Löggan lét hann blása fyrir utan vínbúðina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamaður á Íslandi greinir frá því á samfélagsmiðlum að lögreglan hafi legið í leyni fyrir utan ÁTVR þegar hann fór þar inn. Áður en hann fór inn var hann stöðvaður og látinn blása.

„Gerist þetta oft?“ spyr ferðamaðurinn á samfélagsmiðlinum Reddit. Var honum greinilega brugðið eftir þetta.

Sagðist hann hafa komið við í ÁTVR síðdegis, um klukkan 17. Þegar hann lagði bílnum sínum var hann stöðvaður af lögreglumönnum, látinn blása í alkóhólpróf og spurður nokkurra spurninga.

„Þegar ég kom út úr búðinni sá ég að þeir voru búnir að leggja aftur á staðnum þar sem þeir voru fyrst. Eins og þeir væru að bíða eftir öðrum til að athuga,“ segir hann.

Færslan hefur vakið nokkra umræðu. Kannast sumir ferðamenn og aðrir netverjar við þessa aðferð hjá lögreglunni.

„Ég átti vin sem vann í Vínbúðinni í Skeifunni. Það voru oft lögreglubílar fyrir utan búðina að stoppa fólk og láta það blása,“ segir einn.

Annar segir þetta sjaldgæft en gerist. „Eitt árið voru þeir að prófa alla sem fóru af bílastæðinu síðasta daginn fyrir jól,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu