fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Dani og Svisslendingur á meðal látinna í flugslysi í Ástralíu

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 15:30

Talið er að vélin hafi klesst á klettinn. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír létust þegar lítil sjóflugvél lenti í sjónum við Rottnest eyju í Ástralíu í gær. Dani og Svisslendingur voru á meðal látinna.

SBS greinir frá þessu.

Vélin var að gerðinni Cessna 208 Caravan 675. Talið er að hún hafi skollið utan í kletti þegar hún var að taka á loft, brotnað og fallið í sjóinn. Rottnest eyja er vestan við borgina Perth á vesturströnd Ástralíu.

„Það heyrðist mikið skvamp en engin sprengin eða neitt þannig,“ sagði ferðamaður sem varð vitni að slysinu.

Sjö manns voru um borð og létust þrjú. 60 ára gamall danskur maður, 65 ára gömul svissnesk kona og flugmaðurinn, 34 ára gamall Ástrali. Að sögn lögreglunnar gekk erfiðlega að ná líkunum úr flaki vélarinnar.

Þau sem bjargað var úr sjónum og lifðu af voru 58 ára gömul dönsk kona, 63 ára gamall svissneskur maður, og ástralskur maður og kona, 63 og 65 ára. Þau voru flutt á sjúkrahús til aðhlynningar á meiðslum sínum.

Rannsókn á slysinu stendur yfir og enn þá er verið að reyna að ná hlutum úr flakinu upp á yfirborð. „Við hugsum til fjölskyldur og vina þeirra sem létust. Þetta er óumdeilanlega mjög erfitt fyrir alla,“ sagði Roger Cook, fylkisstjóri Vestur Ástralíufylkis í dag.

Myndband náðist af slysinu og var birt í áströlsku sjónvarpi. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin