fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

„Þú ert að fara að deyja núna“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. janúar 2025 12:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á Norðurlandi hlaut vægan dóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir ofbeldi gegn barnsmóður sinni, en dómur var kveðinn upp í máli hans þann 12. desember síðastliðinn.

Maðurinn var ákærður fyrir líkamsárás og hótanir gegn sambýliskonu sinni og barnsmóður. Ákært var vegna atviks sem átti sér stað 20. mars 2024. Réðst hann á konuna á sameiginlegu heimili þeirra og ýtti við henni nokkrum sinnum þar sem hún sat í hnipri á eldhúsgólfinu þannig að hún féll við.

Konan stóð upp og kýldi manninn á gagnaugað og beit hann. Ákærði svaraði með því að kýla konuna með krepptum hnefa í andlitið og tók um hana þannig að hún féll á sófann í stofunni. Tók hann þá með báðum höndum um háls hennar og hélt henni fastri í kyrkingartaki í um fimm sekúndur. Á meðan þessu stóð sagði hann við hana: „Þú ert að fara að deyja núna.“

Maðurinn játaði brotið fyrir dómi og hlaut þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann þarf að greiða konunni 500 þúsund krónur í miskabætur en hún krafðist þriggja milljóna.

Dóminn má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast