fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

„Þú ert að fara að deyja núna“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. janúar 2025 12:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á Norðurlandi hlaut vægan dóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir ofbeldi gegn barnsmóður sinni, en dómur var kveðinn upp í máli hans þann 12. desember síðastliðinn.

Maðurinn var ákærður fyrir líkamsárás og hótanir gegn sambýliskonu sinni og barnsmóður. Ákært var vegna atviks sem átti sér stað 20. mars 2024. Réðst hann á konuna á sameiginlegu heimili þeirra og ýtti við henni nokkrum sinnum þar sem hún sat í hnipri á eldhúsgólfinu þannig að hún féll við.

Konan stóð upp og kýldi manninn á gagnaugað og beit hann. Ákærði svaraði með því að kýla konuna með krepptum hnefa í andlitið og tók um hana þannig að hún féll á sófann í stofunni. Tók hann þá með báðum höndum um háls hennar og hélt henni fastri í kyrkingartaki í um fimm sekúndur. Á meðan þessu stóð sagði hann við hana: „Þú ert að fara að deyja núna.“

Maðurinn játaði brotið fyrir dómi og hlaut þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann þarf að greiða konunni 500 þúsund krónur í miskabætur en hún krafðist þriggja milljóna.

Dóminn má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“