fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fréttir

Sérstaklega hættuleg líkamsárás við Atlantsolíu í Reykjanesbæ

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 5. janúar 2025 18:00

Árásin var framin á þessu bílaplani. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás aðfaranótt fimmtudagsins 12. ágúst 2021. Árásin var framin á bifreiðastæði Atlantsolíu við Hólagötu, Reykjanesbæ, en árásinni er lýst svona:

„…með því að hafa slegið A, með ítrekuðum hnefahöggum, meðal annars í höfuð, þar sem A sat í ökumannssæti bifreiðar en ákærði í farþegasæti við hliðina á A, og í framhaldi eftir að A hafði
yfirgefið bifreiðina, fært sig yfir í ökumannssæti bifreiðarinnar og ekið bifreiðinni á A með þeim afleiðingum að hann hafnaði á vélarhlíf og síðan á framrúðu bifreiðarinnar. Allt með þeim
afleiðingum að A hlaut heilahristing, mar og yfirborðsáverka hægra megin á höfði, tognun og ofreynslu á hálshrygg, væg eymsli hægra megin yfir brjóstvegg og dreifð þreifieymsli á kvið.“

Maðurinn er einnig ákærður fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot með því að hafa í kjölfar árásarinnar ekið bíl undir miklum áhrifum fíkniefna, en meðal annars mældist mikið amfetamín í blóði hans. Lenti hann í árekstri á gatnamótum Hringbrautar og Faxabrautar. Er hann var handtekinn fann lögregla jafnframt rúmt gramm af amfetamíti í fórum hans.

Af hálfu árásarþola er krafist 1,5 milljóna króna í miskabætur.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness þann 10. janúar næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf
Fréttir
Í gær

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann
Fréttir
Í gær

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“
Fréttir
Í gær

Pentagon hjólar í nýja þætti á Netflix – „Woke-rusl“

Pentagon hjólar í nýja þætti á Netflix – „Woke-rusl“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samkeppniseftirlitið bregst við hótunum banka um vaxtahækkanir – „Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum“

Samkeppniseftirlitið bregst við hótunum banka um vaxtahækkanir – „Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aukist að fólk geri upp glænýjar íbúðir – Nýjum innréttingum og gólfefnum fargað

Aukist að fólk geri upp glænýjar íbúðir – Nýjum innréttingum og gólfefnum fargað