fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Verðlaunateiknari hættir eftir að Washington Post neitaði að birta skopmynd – Sýndi Bezos krjúpa fyrir Trump

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 4. janúar 2025 21:30

Telnaes vann Pulitzer árið 2001 og er ein af þeim virtustu á sínu sviði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ann Telnaes, skopmyndateiknari bandaríska dagblaðsins Washington Post, hefur sagt starf sínu lausu eftir að blaðið neitaði að birta mynd sem gagnrýndi eigandann Jeff Bezos.

Breska blaðið The Guardian greinir frá þessu.

Telnaes, sem er sænsk að uppruna og og hlaut meðal annars Pulitzer verðlaun árið 2001, sagði starfi sínu lausu í gær, 3. janúar.  Ástæðan er neitun blaðsins um að birta skopmynd hennar.

Á myndinni sjást nokkrir eigendur fjölmiðla og tæknifyrirtækja krjúpa á kné fyrir Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, og afhenda honum sekki af peningum. Einn þeirra er augljóslega milljarðamæringurinn Jeff Bezos, sem keypti Washington Post árið 2013.

Uppdráttur af skopmyndinni sem ekki mátti birta.

„Ég hef átt uppbyggileg ritstjórnarleg samtöl um skopmyndirnar mínar, og átt skoðanaskipti um þær en aldrei fyrr hefur mynd frá mér verið bönnuð vegna þess hverjum ég beindi penna mínum að,“ sagði Telnaes í yfirlýsingu þar sem hún skýrði afsögn sína.

David Shipley, ritstjóri skoðanagreina hjá Washington Post, hefur varið ákvörðunina um að birta ekki skopmyndina. Sagði hann að ástæðan hafi verið sú að verið væri að fjalla um sama hlut í annarri aðsendri grein. Það hefði verið endurtekning að birta skopmyndina. Sagðist hann hafa beðið Telnaes um að endurskoða afsögn sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin