fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fréttir

Baldri tókst að skjóta föður sínum ref fyrir rass og kom sér rækilega á kortið

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. janúar 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki úr vegi að hvetja efnilegt íþróttafólk til dáða, sérstaklega þegar um foreldrabetrunga er að ræða. Baldur Elías Norðfjörð Sveinsson er efnilegur frjálsíþróttamaður þrátt fyrir ungan aldur, en hann verður 13 ára á árinu, og tókst á síðasta ári að skjóta föður sínum ref fyrir rass.

Á síðasta ári náði Baldur þeim aldri að geta fengið Íslandsmet skráð og nýtti hann heldur betur færið til að koma sér á kortið. Hann er nú með skráð 2 virk Íslandsmet. Annars vegar fyrir 5 km götuhlaup, en metið sló Baldur í Víðavangshlaupi ÍR þann 25. apríl. Bætti hann þá fyrra Íslandsmet um 56 sekúndur. Hins vegar sló hann Íslandsmet í 300 metra grindahlaupi, en metið hafði Björgvin Víkingsson, sem í dag starfar sem framkvæmdastjóri Bónus, átt í tæp 30 ár. Þriðja skráningin ætti svo að vera á leiðinni þar sem Baldur hljóp 3000 metra hlaupið á Áramóti Fjölnis á 11 mínútum og 8,85 sekúndum, en gildandi Íslandsmet í 12 ára flokki var þá 11 mínútur og 10,4 sekúndur og hafði staðið óhaggað í 42 ár.

Metin voru svo fleiri þar sem Baldur bætti eigið met í 5 kílómetra hlaupi í Flensborgarhlaupinu í september en árangurinn var fæst ekki skráður þar sem enginn dómari var til staðar til að votta hlaupið.

Baldur hefur ekki langt að sækja hæfileikana en faðir hans er fyrrum frjálsíþróttamaðurinn Sveinn Elías Elíasson sem átti á ferli sínum 93 skráð Íslandsmet, þar af 18 sem eru enn virk í dag. Fyrsta Íslandsmetið sló Sveinn þó ekki fyrr en hann var 14 ára svo Baldur er strax orðinn föðurbetrungur með því að slá met strax 12 ára gamall.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj
Fréttir
Í gær

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til
Fréttir
Í gær

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti
Fréttir
Í gær

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks