fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Albani í gæsluvarðhald vegna kókaínsmygls – Talinn eiga sér samverkamenn hér á landi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 5. september 2024 14:58

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir albönskum manni til 24. september.

Maðurinn er grunaður um að hafa reynt að smygla til landsins rétt tæplega hálfu kílói af kókaíni, en hann tók á móti póstsendingu með gerviefnum sem lögregla hafði komið fyrir í stað fíkniefnanna sem send voru til landsins. Veitti lögregla manninum eftirför og handtók hann skömmu eftir að hann hafði móttekið póstsendinguna.

Maðurinn framvísaði fölsuðu vegabréfi er lögregla krafði hann skilríkja. Hann gaf síðan upp rétt nafn í samskiptum við lögreglu og kom þá í ljós við uppflettingu í upplýsingakerfi Schengen að maðurinn er í virku tveggja ára endurkomubanni til landsins sem var sett á hann í febrúar á þessu ári. Er maðurinn því í ólöglegri dvöl á landinu.

Lögregla telur að maðurinn eigi sé samverkamenn varðandi kókaínsmyglið og hafa aðrir menn verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Í rökstuðningi lögreglustjóra fyrir gæsluvarðhaldi yfir manninum segir meðal annars:

„Að mati lögreglu er fram kominn rökstuddur grunur um að kærði ásamt meintum samverkamönnum hafi undirbúið og loks staðið að innflutningi fíkniefna hingað til lands og jafnframt staðið í sölu fíkniefna hér á landi. Mikilvægt er að upplýsa um meinta samverkamenn og rannsaka betur þátt kærða. Eru brot kærða og meintra samverkamanna hans talin varða við fíkniefnalög nr. 65/1974, sem varðað geta fangelsi allt að 6 árum.“

Albanir sagðir stórtækir í fíkniefnasölu hér á landi

Fyrir nokkrum vikum birti DV viðtal við mann sem tengist fíkniefnaheiminum á Íslandi. Staðhæfði maðurinn að albanskir aðilar hafi náð 80-90% af sölu á kannabis og kókaíni hér á landi. Sagði maðurinn að ókunnir albanskir aðilar nýti sér starfskrafta landa sinna sem komi hingað til lands til stuttrar dvalar sem ferðamenn og selji fíkiniefni. Þeir séu síðan leystir af hólmi af öðru sölufólki innan tveggja til þriggja mánaða.

Sjá einnig: Segir Albana vera búna að taka yfir íslenska fíkniefnamarkaðinn – „Þessi heimur er að harðna og færast lengra út í myrkrið“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill