fbpx
Laugardagur 12.október 2024
Fréttir

Salvör skrifar opið bréf til Sigurðar Inga – „Hvers vegna er þetta leyfi­legt?“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 29. september 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástand húsnæðismála er með erfiðasta móti og sérstaklega erfitt fyrir þá sem hyggja á fyrstu íbúðarkaup. Skortur er á húsnæði, verð er afar hátt og afborganir af lánum eru þungar vegna hárra vaxta.

Meðal þeirra úrræða sem ríkisstjórnin hefur boðið upp á eru hlutdeildarlán. Fjármagn til þeirra hefur hins vegar ekki skilað sér þrátt fyrir loforð þar um. Þess vegna spyr Salvör Sigríður Jónsdóttir, í aðsendri grein í Morgunblaðinu, hvort það sé endilega gott að kjósa Framsókn. Hún beinir orðum sínum að Sigurði Inga Jóhannessyni fjármálaráðherra:

„Ástæða þess að ég skrifa þér opið bréf, kæri fjár­málaráðherra, er sú að ég er að bíða eft­ir að gera keypt mér eign til þess að geta flutt að heim­an. Jú, ég gæti flutt að heim­an og farið að leigja, nei, það geng­ur ekki því þá dett ég aft­ur inn á leigu­markaðinn, þar er ég jafn föst og að vera heima hjá for­eldr­um mín­um. Ég ætla að taka fram strax að ég hef það ótrú­lega gott í líf­inu og er hepp­in að eiga góða for­eldra sem styðja mig í því sem ég er að gera og geta leyft sér það.

Nú hafa hlut­deild­ar­lán­in verið lokuð frá því í mars/​apríl á þessu ári, en 23. júní síðastliðinn var samþykkt auka­fjár­magn til HMS frá alþingi, en það fjár­magn hef­ur ekki enn skilað sér til Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar til þess að ríkið geti aðstoðað fyrstu kaup­end­ur við kaup á íbúð. Því spyr ég: Hvers vegna er þetta leyfi­legt, að láta fyrstu kaup­end­ur bíða enda­laust eft­ir því að þú, ágæti herra fjár­málaráðherra, send­ir fjár­magnið inn í kerfið og þess­ir ein­stak­ling­ar geti farið og keypt sér íbúð? En jú, hús­næði er eitt það mik­il­væg­asta í lífi okk­ar allra og þykir sjálf­sagður hlut­ur. Því lang­ar mig að kasta fram spurn­ing­unni: Hvað ætl­ar þú að vera lengi að flytja þenn­an eina millj­arð inn í lána­kerfið hjá HMS? Ég hringdi síðast í morg­un í HMS að spyrja starfs­menn­ina þar hvort og hvenær yrði opnað fyr­ir hlut­deild­ar­lán. Sama svar og venju­lega: Nei, það er ekki búið að opna fyr­ir þau og við vit­um ekki hvenær það verður gert aft­ur. Það er al­veg orðið rosa­lega þreytt að vera þjóðfé­lagsþegn sem bíður og bíður, ég borga skatta og hef gert frá 13 ára aldri eða þegar ég byrjaði að vinna fyrst.“

Langþreytt á að bíða eftir þessu úrræði

Salvör segist gera sér grein fyrir því að miklar kröfur séur gerðar á stjórnvöld um fjárútlát. Það þurfi vissulega að forgangsraða. Hins vegar segist hún vera orðin langþreytt á að bíða eftir þessu boðaða úrræði fyrir fyrstu kaupendur sem hlutdeildarlánin eru. Hún beinir orðum sínum til ráðherra:

„Minni þig á það aft­ur, eins og ég segi hérna fyr­ir ofan: Hlut­deild­ar­lán­in lokuð frá í mars/​apríl 2024 og 23. júní 2024 samþykk­ir alþingi að auka fjár­magnið um einn millj­arð inn í hús­næðis­kerfið. Þegar þetta bréf er skrifað, 23. sept­em­ber 2024, er hrein­lega ekk­ert að ger­ast og eng­inn get­ur svarað því hvort þess­um millj­arði verður skilað til HMS núna á næstu dög­um eða þá á næsta ári (sem ég vona að ger­ist ekki).

Í lok­in lang­ar mig að end­ur­taka spurn­ing­una: Hvenær á að opna fyr­ir hlut­deild­ar­lán­in aft­ur? Hvað eiga fyrstu kaup­end­ur að bíða lengi eft­ir að þetta úrræði opn­ist?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Akureyrarbær fór ekki að lögum – Samdi við fyrirtæki með fyrirvara vegna óvissu um fjárhagslega getu þess

Akureyrarbær fór ekki að lögum – Samdi við fyrirtæki með fyrirvara vegna óvissu um fjárhagslega getu þess
Fréttir
Í gær

Er ríkisstjórnin að springa? Segir að Bjarni gæti freistast til að boða til kosninga á næstu dögum

Er ríkisstjórnin að springa? Segir að Bjarni gæti freistast til að boða til kosninga á næstu dögum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni að banaslysinu í Stuðlagili náði ekki að grípa til konunnar í ánni – „Ef ég hefði haft tíu sekúndur í viðbót“

Vitni að banaslysinu í Stuðlagili náði ekki að grípa til konunnar í ánni – „Ef ég hefði haft tíu sekúndur í viðbót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verkfall samþykkt í átta skólum – Þetta eru skólarnir sem fara í fjögurra vikna verkfall

Verkfall samþykkt í átta skólum – Þetta eru skólarnir sem fara í fjögurra vikna verkfall