fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Manni bjargað í Sandvík – Myndband

Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. september 2024 10:30

Mynd: Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að manni hafi verið bjargað í nótt í Sandvík á Austurlandi.

Rétt fyrir miðnætti í gær hafi björgunarsveitirnar Gerpir í Neskaupstað, Brimrún á Eskifirði og Ársól á Reyðarfirði verið kallaðar út vegna manns í Sandvík, sem er á skaganum milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Maðurinn fékk verk fyrir brjóstið og treysti sér ekki til að ganga lengra. Á þessum slóðum er talsvert brattlendi og ekki fært ökutækjum.

Í tilkynningunni segir að töluvert klifur hafi verið fyrir björgunarfólk á vettvang – víkin brött og ekki fært nokkru ökutæki. Hægt hafi verið að fara á ökutækjum niður í Viðfjörð og ganga þaðan yfir á staðinn sem viðkomandi var á. Tveir félagar mannsins hafi lagt af stað á móti björgunarsveitum meðan einn beið með honum.

Frá vettvangi í nótt. Mynd: Landsbjörg

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslu hafi einnig verið kölluð út á sama tíma og farið í loftið frá Reykjavík um tuttugu mínútur fyrir klukkan eitt í nótt.

Björgunarfólk hafi hitt þann hluta hópsins sem kom á móti þeim og haldið áfram niður að manninum á meðan félagar hans hafi haldið áfram að bílum sínum.

Mat björgunrsveita á vettvangi hafi verið að sökum brattlendis væri öruggast fyrir manninn að hann yrði hífður um borð í þyrlu, frekar en að bera hann á börum langa leið. Um tuttugu mínútur fyrir þrjú í nótt hafi þyrla Landhelgisgæslunnar verið yfir staðnum og tekið manninn um borð og flogið inn á Neskaupstað.

Björgunarfólk snéri til baka ásamt félögum mannsins og var aðgerðum lokið rétt fyrir klukkan sex í morgun.

Myndband frá björgunaraðgerðunum má sjá hér fyrir neðan.

video
play-sharp-fill
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Í gær

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið
Hide picture