fbpx
Laugardagur 12.október 2024
Fréttir

Ákæran er á leiðinni og Ásta þarf loksins að svara til saka – Sat heilt sumar í gæsluvarðhaldi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. september 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV er ákæra gegn Ástríði (Ástu) Kristínu Bjarnadóttur fyrir fjársvik í smíðum á ákærusviði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og verður birt henni á næstu vikum.

Um eitt og hálf ár er liðið frá því Ásta var fyrst handtekin vegna gruns um stórfelld fjársvik gagnvart fjölmörgum karlmönnum, og meira en ár er liðið frá því hún losnaði úr 12 vikna gæsluvarðhaldi sem hún sat í megnið af sumrinu 2023.

Sjá einnig: Þögn um Ástu: Sat allt síðasta sumar í gæsluvarðhaldi en hefur enn ekki verið ákærð – Móðir þolanda ósátt

Rannsókn lögreglu á málefnum Ástu leiddi meðal annars í ljós að á nokkurra ára tímabili lögðu hátt í 400 karlmenn samtals yfir 200 milljónir króna inn á reikninga hennar. Rannsóknin í fyrra beindist að meintum fjársvikum gagnvart 11 karlmönnum fyrir um 25 milljónir króna. En síðan hafa miklu fleiri meint fjársvik komið upp við áframhaldandi rannsókn.

Meint svik Ástu eru fólgin í því að fá lánaðar fjárhæðir án þess að greiða þær til baka og að komast með brögðum yfir rafræn skilríki manna og beita þeim til að millifæra fé og stofna til fjárskuldbindinga í þeirra nafni en færa féð sem fengið var að láni yfir á reikninga Ástu.

Hún er sökuð um að hafa nýtt sér veikleika brotaþola, andlega fötlun í sumum tilvikum en einmanaleika í öðrum tilvikum, en Ásta hefur hvað eftir annað sett sig í samband við karlmenn á einkamálasíðum og – forritum og óskað eftir lánum frá þeim.

Sjá einnig: Fleiri mál til rannsóknar gegn Ástríði og enn bólar ekki á ákæru

Eftir að Ásta losnaði úr gæsluvarðhaldi í fyrrahaust hefur hún verið virk á bæði stefnumótaöppum og söluhópum á Facebook. Í söluhópunum hefur hún boðið ýmsan varning til sölu, t.d. snjallsíma og sjónvarpstæki.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður hátt á sjötugsaldri dæmdur í 20 mánaða fangelsi

Maður hátt á sjötugsaldri dæmdur í 20 mánaða fangelsi
Fréttir
Í gær

Telja þetta vera líklega skýringu á tíðum veikindum flugáhafna Icelandair

Telja þetta vera líklega skýringu á tíðum veikindum flugáhafna Icelandair
Fréttir
Í gær

Minnist banaslyssins í Breiðamerkurjökli og hraunar yfir ferðaþjónustufyrirtæki – „Margur verður af aurum api“

Minnist banaslyssins í Breiðamerkurjökli og hraunar yfir ferðaþjónustufyrirtæki – „Margur verður af aurum api“
Fréttir
Í gær

Eva laut í lægra haldi fyrir krabbameininu eftir harða baráttu

Eva laut í lægra haldi fyrir krabbameininu eftir harða baráttu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Han Kang fékk nóbelsverðlaunin í bókmenntum

Han Kang fékk nóbelsverðlaunin í bókmenntum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kókaínmál frá Íslandi veldur usla í litháískum stjórnmálum – Umdeildur athafnamaður sem hlaut dóm hérlendis gæti endað á þingi

Kókaínmál frá Íslandi veldur usla í litháískum stjórnmálum – Umdeildur athafnamaður sem hlaut dóm hérlendis gæti endað á þingi