Útvarpsþátturinn Veislan á FM957 .sem Ágúst Beinteinn og Patrik Atlason, betur þekktir sem Gústi B og Prettyboitjokko, hafa haldið úti hefur runnið sitt skeið. Þetta kemur fram í frétt Vísis fyrr í kvöldið en vefmiðillinn er í eigu Sýnar rétt eins og útvarpstöðin.
Eins og DV greindi frá í síðustu viku olli umdeildur brandari Patrik mikla úlfúð á samfélagsmiðlum. Grínaðist hann með það í aðdraganda Þjóðhátíðar hvort að innhringjandi ætlaði að taka botnlaust tjald með sér á hátíðina. Samkvæmt gömlum umræðum á netinu þýðir að það að taka með sér botnlaust tjald, að varpa tjaldi yfir áfengisdauða manneskju og brjóta gegn henni.
Í frétt Vísis kemur fram að ekki sé ljóst hvort að umrædd ummæli hafi orðið til þess að þátturinn var tekinn úr loftinu. Patrik hefur ekki viljað tjá sig um málið síðan það kom upp.