fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Lögreglan varar við svikum í gegnum Messenger

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 2. ágúst 2024 16:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir fjölmörg netbrotamál hafa verið kærð til lögreglu undanfarið. 

„Um er að ræða mál þar sem brotamenn hafa tekið yfir Facebook Messenger aðganga fólks og sent grunlausum vinum þeirra upplýsingar um leik þar sem hægt sé að vinna pening. Fólk er beðið um að gefa upp símanúmer sitt og samþykkja svo innskráningu með rafrænum skilríkjum. Brotamenn eru þá komnir inn á einkabanka þeirra og framkvæma þaðan millifærslur,“ segir í færslu á Facebook-síðu LRH.

„Í einhverjum tilvikum hefur verið um að ræða millifærslur inn á reikninga Íslendinga sem vita ekki af því að reikningar þeirra séu notaðir í þessum tilgangi.“

Brotin algengari um helgar

Lögreglan bendir á að brotin eru algengari um helgar en á virkum dögum og því sérstaklega mikilvægt að fólk hafi varan á núna um helgina.

„Á bak við brotin eru skipulagðir brotahópar og engin skömm felst í að verða fyrir brotum sem þessum – ekki frekar en öðrum brotum. Lögregla hefur við rannsókn málanna orðið vör við að fólk veigrar sér við að tilkynna þau.“

Fólk er hvatt til þess að hafa strax samband við sinn viðskiptabanka hafi það grun um að það hafi orðið fyrir netbroti. „Þetta á bæði við um það ef fólk sér millifærslu á netbanka sínum til aðila sem það þekkir ekki og ef það  móttekur inn á sinn reikning millifærslu sem það ekki kannast við. Þess skal getið að utan opnunartíma banka er þjónusta veitt þeim sem telja sig hafa orðið fyrir svikum í gegnum neyðarsíma bankanna.“

Vakin er athygli á því að ef samþykkja þarf auðkenningu með rafrænum skilríkjum, senda kóða og/eða korta- eða reikningsupplýsingar er aldrei um raunverulega vinninga eða leiki að ræða. Það eru alltaf svik.“

Neyðarþjónustu bankanna má finna hér:

Arion Banki

Indó

Íslandsbanki

Landsbankinn

Sparisjóðir

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“