fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
Fréttir

Þingfesting í stóra fíkniefnamálinu – Nístandi kvíði sakborninga sem óttast afhjúpun og smánun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 12. ágúst 2024 14:19

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingfesting í stóra fíkniefnamálinu hófst kl. 14 í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Í málinu eru 18 manneskjur, 13 karlar og 5 konur, ákærð fyrir ýmis brot, meðal annars stórfelld fíkniefnabrot, skipulagða brotastarfsemi og peningaþvætti.

Starfsemi hópsins sem hér um ræðir snerist um stórtækan innflutning á fíkniefnum, dreifingu þeirra og sölu innanlands og fjármögnun frekari innflutnings.

Stjórnandi hópsins er Jón Ingi Sveinsson en hann réð fólk til starfa, úthlutaði því verkefnum, úthlutaði því sumarfríum, réði og rak. Jón Ingi var auk þess fremstur í flokki við að afla innflutnings fíkniefna að utan og er meðal annars talið að hann hafi átt þar í samstarfi við Sverri Þór Gunnarsson, Svedda tönn.Hægri hönd Jóns Inga var Pétur Þór Elíasson. Pétur rak verkstæðið Bílvog að Auðbrekku 17 í Kópavogi en þar runnu í gegn háar fjárhæðir í reiðufé, sem var farið með þangað og sótt þangað, en peningunum var síðan skipt yfir í gjaldeyri sem var fluttur til útlanda til frekari fjármögnunar á innflutningi fíkniefna.

Sjá einnig: Þetta eru höfuðpaurarnir í stóra fíkniefnamálinu – Peningabúntin voru afhent og sótt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Sakborningarnir 18 komu fyrir dómara í dag og tóku afstöðu til sakarefna. Fimm sakborningar eru í gæsluvarðhaldi en 13 ganga laus. Helmingur þeirra hefur aldrei hlotið dóm áður og samkvæmt heimildum DV lifir meirihluti sakborninga venjulegu, rólegu fjölskyldulífi og er í venjulegum störfum, gildir það að hluta einnig um þá sem hafa dóma að baki.

Hópurinn hefur starfað í nokkur ár. Lögregla uppgötvaði starfsemina í september í fyrra og samkvæmt heimildum DV hefur starfsemi hópsins ekki verið svipur hjá sjón síðan. Þó er hér ákært fyrir meint brot sem áttu sér stað frá því í september í fyrra og fram í mars í á þessu ári. Má því leiða líkur að  því að þau mál sem hér er ákært fyrir séu aðeins brotabrot af umfangi starfseminnar í gegnum árin. Til dæmis haldlagði lögregla í tveimur aðgerðum fjármuni upp á um 29 milljónir króna sem skipta átti í gjaldeyri og flytja til útlanda til að fjármagna fíkniefnainnflutning. Má af því gera sér í hugarlund að miklar fjárhæðir hafa runnið í gegn í starfsemi hópsins undanfarin ár.

Jón Ingi Sveinsson er talinn vera höfuðpaur í málinu og stjórnandi hópsins. Mynd: DV/KSJ

Margir huldu höfuðið

Flestir sakborningarnir huldu höfuð sín með hettum, klútum og grímum er þeir gengu ásamt verjendum sínum í dómsalinn. Einnig sáust dökk sólgleraugu og klútar fyrir nef og munn. Spenna og örvænting einkenndi fas sumra sakborninganna.

Hluti sakborninga tók afstöðu til ákæru í gegnum fjarfundabúnað og vekur athygli að þau huldu ekki andlit sín.

Þröng var á þingi í dómsalnum þar sem komast þurftu fyrir 18 sakborningar og 18 verjendur. Vart var pláss fyrir blaðamenn inni í dómsalnum, hvað þá aðra.

Meintur höfuðpaur í málinu, Jón Ingi Sveinsson, er í gæsluvarðhaldi en hann mætti á staðinn engu að síður í fylgd lögreglumanna og verjanda síns.

Höfuðpaurarnir neituðu sök

Stjórnandi hópsins, Jón Ingi Sveinsson, neitaði sök í öllum ákæruliðum á hendur honum, fyrir  utan að hann játaði vörslu fíkniefna.

Sá sem talinn er hægri hönd Jóns Inga, Pétur Þór Elíasson, neitaði einnig sök í öllum ákæruliðum.

Flestir sakborningar neituðu sök í málinu, sumir játuðu lítinn hluta af sakarefnum. Algengt var að sakborningar játuðu sök varðandi vörslu á fíkniefnum en ekki dreifingu og sölu, hvað þá peningavætti og skipulagða brotastarfsemi.

Ennfremur var mótmælt upptöku á flestu haldlögðu efni, þar á meðal vopnum og farsímum.

Komin tímasetning á réttarhöld

Eftir samráð við verjendur ákvað dómari í málinu, Barbara Björnsdóttir, að aðalmeðferð verði haldin á tímabilinu 24. til 29. september.

Verjendur lögðu áherslu á að fá ríkulegan tíma til undirbúnings þar sem fara þarf yfir gífurlegt magn gagna í málinu.

Ekki liggur fyrir hvort aðalmeðferð verður í húsnæði Héraðsdóms Reykjavíkur eða hvort hún verður færð annað vegna mikils fjölda sakborninga.

 

Fréttinni hefur verð breytt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gera lítið úr fyrirhuguðum mótmælum: „Þá komu um fjöru­tíu manns á Aust­ur­völl“

Gera lítið úr fyrirhuguðum mótmælum: „Þá komu um fjöru­tíu manns á Aust­ur­völl“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Geta Vesturlönd sigrað rússneska herinn? Stjórnmálamaður varpar þessari eldfimu spurningu fram

Geta Vesturlönd sigrað rússneska herinn? Stjórnmálamaður varpar þessari eldfimu spurningu fram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkisstörfum fjölgað umfram íbúafjölgun – Mun meiri fjölgun á landsbyggðinni

Ríkisstörfum fjölgað umfram íbúafjölgun – Mun meiri fjölgun á landsbyggðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Daníel fellst á dóm í barnaníðsmáli – Neitar sök

Daníel fellst á dóm í barnaníðsmáli – Neitar sök