Páll ræðir þetta og stöðu mála á Reykjanesskaganum í samtali við Morgunblaðið í dag.
Um er að ræða virkt eldstöðvakerfi og segir Páll að óvenjumargir skjálftar hafi orðið þar á laugardag. Hann nefnir þó að áður, síðustu tvö til þrjú ár, hafi jörð skolfið á þessu svæði en þó sé ástæða til að fylgjast með þróun mála. Það sé alls óvíst hvort hún leiði til eldgoss.
Á vefnum islenskeldfjoll.is kemur fram að eldstöðvakerfi Ljósufjalla hafi verið nokkuð virkt á nútíma en síðast varð þar lítið basaltgos á 10. öld. Bent er á að stærsta hraunið þeki um 33 ferkílómetra og er gostíðni síðustu 10 þúsund ára að meðaltali um eitt eldgos á 400 ára fresti. Miðað við þetta má því segja að eldstöðin sé komin á tíma.
Páll segir í Morgunblaðinu að eldstöðin teljist ekki hættuleg í samanburði við aðrar íslenskar eldstöðvar og gosin sem þarna hafa orðið flokkist ekki undir miklar hamfarir.