Breski dýrafræðingurinn Adam Britton, sem gat sér gott orð fyrir vinnu sína sem sérfræðingur hjá BBC, hefur verið dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir dýraníð. Var Britton sakfelldur í 56 ákæruliðum fyrir brot gegn 42 hundum sem hann hélt í gegnum á landareign sinni í Ástralíu þar sem hann var búsettur. Leitaði hann sérstaklega uppi hunda sem fólk auglýsti gefins útaf flutningum að breyttum aðstæðum.
Britton var giftur en hann lifði tvöföldu lífi og faldi myyrkaverk sín fyrir eiginkonu sinni, Erin.
Meðal sönnunargagna sem notuð voru við sakfellingu Britton voru hans eigin myndbandsupptökur af því þegar hann beitti hundana hrottalegu ofbeldi og misnotaði þá kynferðislega. Dómari málsins sagði hegðun Britton vera „ólýsanleg brenglun“ en auk fangelsisdómsins má Britton ekki halda dýr
Britton, sem er 53 ára gamall, lauk doktorsprófi í dýrafræði í Bretlandi en hann flutti svo til hinum meginn á hnöttinn þar sem hann varð sérfræðingur í hegðun og atferli krókódíla og vann fyrir ýmsar sjónvarpsstöðvar.
Í umfjöllun um dóminn kemur fram að gestir í dómssal hafi tekið andköf af hryllingi yfir viðurstyggilegum lýsingum á brotum Britton en 39 af hundum hans drápust út af pyntingum hans og kynferðislegri brenglun. Þannig hélt hann úti sérstöku pyntingaherbergi þar sem hann misnotaði mörg dýrin. Þá var hann stundum í samskiptum við fyrrum eigendur dýranna og fullvissaði þá um að hundunum liði vel þegar sannleikurinn var sá að hundarnir höfðu þegar verið kynferðislega misnotaðir, pyntaðir og drepnir.
Að endingu var það myndband sem hann hafði sjálfur deilt á netinu sem kom upp um myrkraverkin. Lögreglumönnum sem rannsökuðu myndböndin tókst að greina merkingu á ól eins hundsins sem varð til þess að böndin beindust að Britton og var hann handtekinn í apríl 2022. Auk gríðarlegs magns af myndböndum þar sem dýr voru misnotuð fannst einnig talsvert magn ef hrottalegu barnaníðsefni í fórum Britton.