fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Fréttir

Baráttufólk á báðum áttum um hversu langt eigi að ganga í slaufuninni á Patrik – „Þessi póstur er ofbeldismenning“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 10. ágúst 2024 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppnámið útaf nauðgunarbrandara tónlistarmannsins Patriks Atlasonar, betur þekktum sem Prettybojtkjokkó, hefur varla farið fram hjá neinum. Fyrir verslunarmannahelgi grínaðist Patrik með það í útvarpsþættinum Veislunni á FM957 hvort að hlustandi nokkur ætlaði að mæta með botnlaust tjald á Þjóðhátíð í Eyjum. Um var að ræða tilvísun í þá meintu háttsemi kynferðisofbeldismanna að setja botnlaus tjöld yfir meðvitundarlaust fólk á útihátíðum og brjóta síðan á því kynferðislega.

Ummælin vöktu hneykslan og fordæmingu og að endingu fór það svo að tilkynnt var um að útvarpsþátturinn hefði verið tekinn úr loftinu. Eftir langa þögn brást Patrik svo við með því að senda frá sér afsökunarbeiðni þar sem hann harmaði ummælin sem og að hafa valdið vini sínum, Ágústi Beinteini, vandræðum en hann stýrði umræddum útvarpsþætti ásamt Patrik.

Sjá einnig: Patrik biðst afsökunar – „Ég var eini fávitinn í þessu samtali“

Hvatti til frekari slaufunar

Afsökunarbeiðnin virtist almennt falla vel í kramið en þó hafa blossað upp háværar umræður í Facebook-hópnum Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu þar sem að rætt er hversu langt eigi að ganga í slaufuninni á Patrik.

Umræðan hófst í morgun þar sem ein móðir lýsti yfir þeirri skoðun sinni að það væri alls ekki við hæfi að Patrik hitaði upp fyrir skemmtiskokk Reykjavíkurmaraþonsins sem fer fram 24. ágúst næstkomandi og hvatti meðlimi hópsins til að senda póst á skipuleggjendur hlaupsins og hvetja þá til að taka tónlistarmanninn af dagskrá.

Undirtektirnar fyrir frekari aðgerðum eru þó dræmar og almennt virðast meðlimir hópsins á því að Patrik hafi sannarlega kvittað fyrir mistökin með afsökunarbeiðninni auk þess að missa útvarpsþáttinn.

Mér finnst persónulega þar sem hann hefur ekki verið gerandi (í bókstaflegri merkingu) og baðst afsökunar fyrir ummælin að hann ætti að vera i góðu núna. Algjör óþarfi að skemma vinnunna fyrir drengnum bara því hann skeit einu sinni á sig. Það hafa talsvert þekktari einstaklingar látið mun verri hluti úr sér og komist upp með það,“ skrifar einn netverji og annar tekur undir: „Sammála þessu, það gera ALLIR mannleg mistök.“

Mér þykir fólk vera missa fókusinn í þessari umræðu“

Aðrir eru hneykslaðir á hugmyndinni um frekari aðgerðir gegn Patrik: Þetta voru ein ummæli sem hann hefur beðist afsökunar á. Er eitthvað fleira sem hann hefur gert Ef ekki þá er þetta komið út í móa. Þessi póstur er ofbeldismenning“.

Baráttukonan Ólöf Tara kveður sér svo hljóðs í hópnum. Hún sagðist skilja að skoðanir væru skiptar en benti á að Patrik hefði sannarlega axlað ábyrgð á gjörðum sínum og goldið fyrir þær. En umræðan hérna á þessum hóp hefur verið á þann veg að það er talað um hann eins og geranda ofbeldis og margar hvatningar til að senda fjöldapóst á hina og þessa viðburði sem hann á að koma fram á. Afleiðingar – afsökunarbeiðni er það sem baráttufólk í framlínunni hefur farið fram á og það er það sem við erum að sjá. Mér þykir fólk vera missa fókusinn í þessari umræðu,“ skrifar baráttukonan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Borgaði 120 þúsund en svo féll snjóhengjan – „Hvernig er þetta ekki glæpsamlegt ofbeldi?“

Borgaði 120 þúsund en svo féll snjóhengjan – „Hvernig er þetta ekki glæpsamlegt ofbeldi?“
Fréttir
Í gær

Hnífstungumálið í Vesturbænum: Örn neitar sök – „Ég man að ég var að flýja“

Hnífstungumálið í Vesturbænum: Örn neitar sök – „Ég man að ég var að flýja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkisstörfum fjölgað umfram íbúafjölgun – Mun meiri fjölgun á landsbyggðinni

Ríkisstörfum fjölgað umfram íbúafjölgun – Mun meiri fjölgun á landsbyggðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Daníel fellst á dóm í barnaníðsmáli – Neitar sök

Daníel fellst á dóm í barnaníðsmáli – Neitar sök
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Neita að fjarlægja nemanda úr skólanum eftir ásökun um kynferðisbrot gegn skólasystur sinni – „Líður eins og verið sé að refsa henni“

Neita að fjarlægja nemanda úr skólanum eftir ásökun um kynferðisbrot gegn skólasystur sinni – „Líður eins og verið sé að refsa henni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmæla harðlega Oktoberfest Stúdentaráðs – „Fylleríið er haldið á lóð Háskóla Íslands“

Mótmæla harðlega Oktoberfest Stúdentaráðs – „Fylleríið er haldið á lóð Háskóla Íslands“