fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Fuglaflensa hefur tekið „hættulegt“ skref í áttina að geta smitast á milli fólks

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 04:21

H5N1 fuglaflensuveiran. Mynd:Wikimedia Commons/Cynthia Goldsmith

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn á því afbrigði fuglaflensu, sem hefur borist í nautgripi á rúmlega 100 búum í Bandaríkjunum, bendir til að veiran hafi stökkbreyst en það getur að lokum leitt til þess að hún geti borist manna á milli með lofti, það er að segja þegar fólk andar að sér lofti frá smituðum einstaklingi.

Veiruna, H5N1, er helst að finna í fuglum en hún hefur nú borist í nautgripi á rúmlega 100 kúabúum í 12 ríkjum Bandaríkjanna. Óvirkar agnir úr veirunni hafa fundist í gerilsneyddri mjólk sem var komin í kæla stórmarkaða.

Sky News skýrir frá þessu og segir að fjórir starfsmenn kúabúa hafi smitast af veirunni fram að þessu en sjúkdómseinkennin hafi verið mild og þeir hafa ekki smitað aðra af veirunni.

Ný rannsókn vísindamanna við University of Wisconsin-Madison sýnir að veirusýni, sem voru tekin úr kúm, geta ráðist á móttakara á frumum í öndunarfærum fólks.

Það afbrigði H5N1, sem er í fuglum, getur ekki gert það. Þetta bendir til að veiran hafi stökkbreyst.

Vísindamennirnir gerðu frekari rannsóknir á frettum, sem eru mjög oft notaðar í rannsóknum á flensum, og komust að því að veiran barst ekki auðveldlega á milli þeirra með lofti.

Ed Hutchinson, doktor við Medical Research Council and University of Glasgow Centre for Virus Research, sagði í samtali við Sky News að samt sem áður sé „tilefni til að hafa áhyggjur“.

Hann sagði að í ljós hafi komið að veiran sé byrjuð að ná sumum þeim eiginleikum sem tengjast getu hennar til að dreifast auðveldlega með lofti. Hún virðist ekki vera farin að geta gert þetta enn sem komið er en ef svo fer, þá verði enn erfiðara að halda stjórn á henni og hún verði enn hættulegri fyrir fólk.

Hann sagði að þörf sé á að fylgjast náið með veirunni og reyna að ná tökum á faraldrinum eins fljótt og hægt er.

Nýja rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“