fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Stemning og gleði í Pósthlaupinu

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 30. júlí 2024 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pósthlaupið fór fram í þriðja sinn í Dölunum á laugardag. Greinilegt var að fáir létu veðurspána stoppa sig því í ár var metþátttaka. 

Eins og fyrri ár var vel tekið á móti hlaupurum, fjölskyldum þeirra og félögum í Búðardal. Póststubburinn vakti lukku en það er stutt hlaupaleið inni í bænum fyrir yngstu kynslóðina. Börn og fylgifiskar komu rjóð og kát í mark og skreyttu sig með Póstbuffi að hlaupi loknu og þáðu ís frá Erpsstöðum. 

Sex þátttakendur hlupu hina gömlu landpóstaleið frá Bálkastöðum í Hrútafirði alla leið yfir í Búðardal, eða 50 km leið. Felix Starker bar sigur úr býtum, hljóp kílómetrana 50 á 03:51:05. Hlaupararnir Guðmundur Kári Þorgrímsson og Jósep Magnússon röðuðu sér í annað og þriðja sætið. 

Felix Starker var sigurvegari í 50 km.

Sextíu og tveir tóku þátt í 26 km hlaupi frá Kirkjufellsrétt. Sigurvegarar voru Jörundur Frímann Jónasson og Margrét Sól Torfadóttir sem hlupu á tímanum 01:41:18 og 02:19:04. Hallgrímur Þorsteinsson og Daníel Snær Eyþórsson vermdu annað og þriðja sætið í karlaflokki og Borghildur Valgeirsdóttir og Daldís Ýr Guðmundsdóttir í flokki kvenna. 

Margrét Sól Torfadóttir sigraði kvennaflokkinn í 26 km.

Hlaupaleiðin frá flugvellinum á Kambsnesi í Búðardal er 7 km löng. Þær Embla Kristín Guðmundsdóttir, Þórhildur Ólöf Helgadóttir og Hildur Sif Jónsdóttir komust á pall í kvennaflokki. Besta tímanum náði Embla Kristín sem hljóp á 40 mínútum og 46 sekúndum. Í karlaflokki voru þeir Daniel Brooks, Tom Franco og Ragnar Ægir Pétursson fyrstir. Gullið fékk Daniel sem hljóp á 32 mínútum og 13 sekúndum. 

Það er mál manna að vel hafi tekist til og að náttúrufegurðin í Haukadalnum sviki engan. Þátttökugjald rann óskipt til björgunarsveitarinnar og ungmennafélagsins á staðnum.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“