fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Pútín hyllti flotann sinn en um leið afhjúpaði hann neyðarlega staðreynd um hann

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. júlí 2024 16:00

Er hann dauðvona? Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólin skein skært á sunnudaginn í Sankti Pétursborg, næst stærstu borg Rússlands, þegar haldið var upp á hinn árlega dag flotans. Á miðri Neva ánni stóð Vladímír Pútín, forseti, í vaggandi bát og óskaði flotanum til hamingju með daginn þegar hvert herskipið á fætur öðru sigldi framhjá honum.

En það voru ekki bara skipin, sem tóku þátt í deginum, sem vöktu athygli. Það gerðu einnig skipin sem ekki tóku þátt í honum. BBC segir að engin af þeim skipum, sem Úkraínumenn segjast hafa eyðilagt eða skemmt, hafi tekið þátt í hátíðarhöldunum.

Hinn óháði rússneski miðill Novaja Gazeta, sem starfar utan Rússlands, sagði þetta „vera það sem kemst næst því að vera staðfesting á að herskipin séu ekki starfhæf“.

Breska varnarmálaráðuneytið sagði á sunnudaginn, í daglegri umfjöllun sinni um gang stríðsins í Úkraínu, að frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hafi Úkraínumenn eyðilagt eða skemmt 26 rússnesk herskip.

Úkraínumenn segjast hafa eyðilagt þriðjung Svartahafsflota Rússa en hann taldi 80 skip áður en stríðið hófst.

Árásir Úkraínumanna á Svartahafsflotann hafa verið vandræðalegar í meira lagi fyrir Rússa, ekki síst í ljósi þess að Úkraínumenn ráða ekki yfir neinum stórum herskipum.

Þeir hafa ráðist á rússnesku herskipin með langdrægum flugskeytum, sjávardrónum og siglandi sprengjum.

Tony Radakin, yfirmaður breska heraflans, sagði snemma í júlí að á síðasta ári hafi Úkraínumenn, sem ráða eiginlega ekki yfir neinum flota, haft í fullu tré við rússneska Svartahafsflotann og gott betur en það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Í gær

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt
Fréttir
Í gær

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“