fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Mörg hundruð milljóna Ferrari stórskemmdur eftir að hafa keyrt á austfirska rollu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. júní 2024 09:35

Ferrari F40 kostar að lágmarki um 200 milljónir króna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd af skemmdri Ferrari-bifreið á Íslandi hefur farið sem eldur í sinu um netheima og ekki að ástæðulausu. Á myndinni má sjá fokdýra bifreiðina töluvert skemmda að framan, að sögn eftir að henni var ekið á kind. Ekki er vitað um afdrif skepnunnar.

Samkvæmt upplýsingum DV eru nokkrir meðlimir í breskum Ferrari-bílaklúbbi staddir hér á landi og hefur ferð þeirra vakið töluverða athygli, enda ekki á hverjum degi sem Ferrari-bílar sjást á Íslandi, hvað þá nokkrir saman. Hafa íslenskir bílaunnendur tekið glæsikerrunum fagnandi og fylgst vel með för þeirra um landið.

Eftir því sem DV kemst næst var hópurinn staddur á Austurlandi í gær þar sem fyrrgreint óhapp varð. Bifreiðin sem sést á myndinni er Ferrari F40 en aðeins voru um 1.300 slíkir bílar framleiddir á árunum 1987 til 1992. Þessir bílar eru ekki beint ódýrir og kosta að lágmarki um 200 milljónir króna.

Heimildir DV herma að hópurinn hafi lent í nokkrum ógöngum hér á landi eftir að hafa byrjað ferð sína í Reykjavík.

Heimildarmaður DV segir að hópurinn hafi til dæmis tekið ranga beygju og ekið yfir Öxi á leið sinni austur á firði í stað þess að halda sig á hringvegum. Um er að ræða fjallveg, sem sagður er vera með þeim hættulegri á landinu, og eflaust ekki ákjósanlegur fyrir rándýra og hraðskreiða bíla sem liggja lágt.

 

Eins og sjá má er bifreiðin rándýra illa farin
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“