fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Segir kosti óverðtryggðra lána tálsýn sem geti bitnað á fjölskyldulífinu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. júní 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alma Björk Ástþórsdóttir, sérfræðingur í fjármálalæsi, segir það ekki skipta nokkru máli hvort fólk tekur verðtryggð eða óverðtryggð lán. Lánveitandinn fær alltaf sitt, hvort sem það er með verðbótum eða vöxtum sem hækka í samræmi við verðbólgu.

Alma skrifar í grein á Vísi í dag að hún velti fyrir sér hvernig Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, getur horft framan í fólkið í landinu. Fyrst hafi hann tekið við embætti og farið mikinn í að tala niður verðtryggð lán. Svo þegar þjóðin hefur skipt yfir í óverðtryggð hvetur hann fólk til að skipta yfir í verðtryggð.

„Svona eins og hann sé í einhverri skák og almenningur peðin á borðinu sem hægt er að leika sér með. Í flestum siðmenntuðum ríkjum hefði þessi seðlabankastjóri tekið pokann sinn og ratað sjálfur út.“

Alma segir að á meðan Ísland hafi sinn eigin gjaldmiðil þá skipti engu hvort valið sé verðtryggt eða óverðtryggt lán. Hins vegar liggi fyrir að með óverðtryggðu láni er verið að staðgreiða verðbólguna og afborganir hærri sem geti bitnað á lífsgæðum.

„Í dag ættu flestir að vera farnir að átta sig á því að hin girnilegu óverðtryggðu lán sem boðin voru fyrir nokkrum árum voru ekkert annað en tálsýn.“

Alma spyr hvort fólk hafi hugsað út í það hvers virði lífsgæði þeirra eru.

„Hvers virði er líf þitt í dag? Viltu greiða húsnæðislánið hratt niður til þess að sitja í skuldlausri eign um fimmtugt, eða viltu nota peninginn til að njóta lífsins með börnunum þínum á meðan þú hefur þau hjá þér?“

Alma segir að lífið sé stutt og börnin bara börn í örfá ár. Því sé nauðsynlegt að hægja á sér og njóta.

„NJÓTA samverunnar, elda góðan mat, ferðast, upplifa hluti saman. Sá tími mun koma þar sem börnin fljúga úr hreiðrinu og rekstrarkostnaður heimilisins hrapar á sama tíma og fólk hækkar í launum sökum aldurs og þróunar í starfi. Þá er kominn kjörinn tími til þess að greiða húsnæðislánið hraðar niður.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“