fbpx
Laugardagur 22.júní 2024
Fréttir

Neytendastofa sektaði fjórar snyrtistofur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 11. júní 2024 12:31

Snyrtistofa. Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytendastofa hefur sektað snyrtistofurnar Blanco, Blondie Garðabæ, Hárskera Almúgans og Sprey fyrir ófullnægjandi verðmerkingar.

Ýmist vantaði verðmerkingar á vörum sem eru til sölu á stofunum eða það vantaði verðskrá, en hvort tveggja á að vera til staðar, samkvæmt neytendalögum.

Í úrskurðunum segir að viðkomandi stofur hafi ekki orðið við tilmælum Neytendastofu um að bæta úr og verðmerkja vörur sínar með löglegum hætti. Voru allar stofurnar fjórar sektaðar um 50 þúsund krónur hver.

Þetta var niðurstaðan af nokkuð víðtækri skoðun stofnunarinnar á snyrtistofum í vor.  Farið var í 27 snyrti- og hársnyrtistofur og kannað hvort söluvörur væru verðmerktar og verðlisti sýnilegur fyrir framboðna þjónustu. Í fyrri skoðun voru gerðar athugasemdir við verðmerkingar hjá 15 fyrirtækjum. Þær stofur sem ekki urðu við tilmælum eftir fyrri skoðun voru síðan sektaðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigrún Ýr er með ólæknandi krabbamein og á ekki rétt á bótum – Safnað fyrir meðferð – „Hún er algjör gullmoli“

Sigrún Ýr er með ólæknandi krabbamein og á ekki rétt á bótum – Safnað fyrir meðferð – „Hún er algjör gullmoli“
Fréttir
Í gær

Fluttur þungt haldinn á sjúkrahús eftir eldsvoða í Hveragerði

Fluttur þungt haldinn á sjúkrahús eftir eldsvoða í Hveragerði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur Þór dæmdur í tveggja ára fangelsi – Beitti hnúajárni gegn starfsmanni í Nettó

Dagur Þór dæmdur í tveggja ára fangelsi – Beitti hnúajárni gegn starfsmanni í Nettó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pappír verður óþarfur í íslenskum dómsmálum næstu mánaðamót

Pappír verður óþarfur í íslenskum dómsmálum næstu mánaðamót
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Opnar þú stafræna pósthólfið reglulega? – Það getur haft alvarlegar afleiðingar ef þú gerir það ekki

Opnar þú stafræna pósthólfið reglulega? – Það getur haft alvarlegar afleiðingar ef þú gerir það ekki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líf Helgu Rakelar allt annað eftir að hún fékk lyfið: „Ég er sterkari en ég var fyrir ári og það gerist ekki í þessum sjúkdómi“

Líf Helgu Rakelar allt annað eftir að hún fékk lyfið: „Ég er sterkari en ég var fyrir ári og það gerist ekki í þessum sjúkdómi“