fbpx
Föstudagur 21.júní 2024
Fréttir

Þrír íbúar dvelja enn í Grindavík þrátt fyrir tilmæli um rýmingu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 29. maí 2024 14:15

Mynd sem almannavarnir tóku í gær af gosstöðvunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum dvelja þrír íbúar enn í Grindavík þrátt fyrir tilmæli um rýmingu. Lögregla segir þessi viðbrögð ekki til eftirbreytni, en ekki hefur þó komið til þess að lögregla beiti valdi í þessum aðgerðum.  Hamfarasvæðið er lokað öðrum en viðbraðsaðilum og fjölmiðlum.

Tilkynningin:

Eldgos er hafið á Reykjanesskaga nærri Sundhnúkum norðan við Grindavík og virðist staðsett norðaustan við Sýlingafell. Eldgosið hófst klukkan 12:46 og er á svipuðum slóðum og fyrri gos á Sundhnúksgígaröðinni. Grindavík, Bláa lónið og orkuverið í Svartsengi voru rýmd fyrir hádegi í dag. Sú aðgerð gekk vel. Viðbragðsaðilar eru við störf í Grindavík. Þá dvelja enn þrír íbúar í Grindavík þrátt fyrir tilmæli viðbragðsaðila um að koma sér út úr bænum. Slík viðbrögð eru ekki til eftirbreytni. Ekki hefur komið til þess að lögregla hafi beitt valdi í þessum aðgerðum. Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir neyðarstigi vegna eldgossins. Fréttamönnum og blaðamönnum hefur verið hleypt nærri eldstöðvunum í fylgd viðbragsaðila. Þeir eru með viðeigandi búnað og blaðamannapassa samkvæmt samkomulagi Blaðamannafélags Íslands við lögreglustjórann á Suðurnesjum. Hamfarasvæðið er að öðru leyti lokað öðrum en viðbragðsaðilum. Lokunarpóstur er við gatnamót Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar og sem fyrr á Nesvegi og Suðurstrandarvegi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dagur Þór dæmdur í tveggja ára fangelsi – Beitti hnúajárni gegn starfsmanni í Nettó

Dagur Þór dæmdur í tveggja ára fangelsi – Beitti hnúajárni gegn starfsmanni í Nettó
Fréttir
Í gær

Pappír verður óþarfur í íslenskum dómsmálum næstu mánaðamót

Pappír verður óþarfur í íslenskum dómsmálum næstu mánaðamót
Fréttir
Í gær

Opnar þú stafræna pósthólfið reglulega? – Það getur haft alvarlegar afleiðingar ef þú gerir það ekki

Opnar þú stafræna pósthólfið reglulega? – Það getur haft alvarlegar afleiðingar ef þú gerir það ekki
Fréttir
Í gær

Líf Helgu Rakelar allt annað eftir að hún fékk lyfið: „Ég er sterkari en ég var fyrir ári og það gerist ekki í þessum sjúkdómi“

Líf Helgu Rakelar allt annað eftir að hún fékk lyfið: „Ég er sterkari en ég var fyrir ári og það gerist ekki í þessum sjúkdómi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki tekst að uppfylla húsnæðisþörf á árinu og biðlistar langir

Ekki tekst að uppfylla húsnæðisþörf á árinu og biðlistar langir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Íslendingur sagður alvarlega særður eftir að hafa verið stangaður af nauti á Spáni

Myndband: Íslendingur sagður alvarlega særður eftir að hafa verið stangaður af nauti á Spáni