fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2024
Fréttir

Rúmlega áttatíu sagt upp hjá Icelandair í dag

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. maí 2024 16:06

Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélagið Icelandair sagði 82 upp störfum í dag. Starfsfólkið kom úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Félagið segir í tilkynningu að nú eigi að auka skilvirkni í rekstri eftir mikið uppbyggingatímabil í kjölfar heimsfaraldurs COVID. Til að styrkja samkeppnishæfni þurfi að segja upp starfsfólki.

Haft er eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra félagsins að það sé leitt að sjá eftir góðu fólki. Icelandair sem og önnur fyrirtæki á Íslandi horfi fram á krefjandi rekstrarumhverfi sem og óvissu um þróun á markaði. Því þurfi að draga úr kostnaði og auka tekjur. Félagið tapaði 9,7 milljörðum á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við 8,7 milljarða á sama tímabili í fyrra. Hlutabréf félagsins hafa lækkað um 43 prósent á síðustu 12 mánuðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt