fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Níu frambjóðendur af tólf skora á RÚV – „Gerum þá kröfu að vilji okkar verði virtur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. maí 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níu forsetaframbjóðendur af tólf hafa skorað á Ríkisútvarpið að hafa fyrirkomulag seinni kappræðna forsetaframbjóðenda á föstudagskvöld með sama sniði og fyrri kappræðurnar, þar sem frambjóðendurnir komu allir saman í einu. RÚV fyrirhugar að skipta umræðunum í tvennt og taka þar mið af stöðu frambjóðendanna í skoðanakönnunum, þannig að sex efri og sex neðri mætist í tvískiptum þætti.

Níu frambjóðendur af tólf skrifuðu undir áskorun um þetta en haft var samband við alla frambjóðendurnar tólf. Þau Jón Gnarr, Katrín Jakobsdóttir og Baldur Þórhallsson skrifuðu ekki undir. Áskorunin er eftirfarandi:

,,Til Útvarpsstjóra Stefáns Eiríkssonar og stjórnar RUV Ohf.

Efstaleiti 1

Reykjavík

Við undirrituð förum þess á leit við Ríkisútvarpið Ohf. að síðari kappræður vegna Forsetakosninga 2024 sem fyrirhugaðar eru þann 31.05 2024 verði með sama sniði og fyrri kappræðurnar sem fóru fram þann 3.mai síðastliðinn. Það er að allir frambjóðendur komi fram samtímis í einum þætti. Mikil og almenn ánægja var með útsendingu RUV á fyrri kappræðum og þá góðu yfirsýn sem kjósendur fengu með því fyrirkomulagi að hafa alla frambjóðendur saman.

Ef ekki verður fallist á þá lýðræðislegu kröfu að hafa þáttinn með sama sniði og síðast þá væri hægt að koma til móts við hugmynd RUV um tvo þætti með þeim hætti að varpa hlutkesti um það hverjir frambjóðenda raðast í hvorn þátt undir eftirliti umboðsmanna allra framboðanna. Það væri lýðræðislegt og heiðarlegt.

Skoðanakannanir taka aðeins til brotabrots af kosningabæru fólki á Íslandi og ef litið er til úrslita í síðustu forsetakosningum þar sem úrslit voru á skjön við niðurstöður kannana, er ljóst að ekki er lýðræðislegt að skoðanakannanir séu grundvöllur ákvarðanatöku Ríkisútvarpsins.

Við skulum heldur líta til þeirra þjóða sem stöðva birtingu skoðanakannana vikum fyrir kosningar af augljósum lýðræðisástæðum svo kjósendur geti fengið næði og ráðrúm til að mynda sér skoðanir án íhlutunar einkafyrirtækja.

Við undirrituð, þrír fjórðu frambjóðenda gerum þá kröfu að vilji okkar verði virtur samkvæmt ofangreindu.“

Reykjavík 29.05.2024

Virðingarfyllst

Arnar Þór Jónsson

Ásdís Rán Gunnarsdóttir

Ástþór Magnússon Wium

Eiríkur Ingi Jóhannesson

Halla Hrund Logadóttir

Halla Tómasdóttir

Helga Þórisdóttir

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Viktor Traustason

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum