fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fréttir

Ökumaður rafskútu handtekinn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. maí 2024 07:01

Mynd: Úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók ökumann rafskútu vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Að sögn lögreglu var hann ekki að valda rafskútunni og féll með þeim afleiðingum að hann slasaðist. Var viðkomandi látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu vegna verkefna á tímabilinu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.

Lögregla hafði svo afskipti af einstaklingi sem veittist að fólki með hníf í miðborg Reykjavíkur. Enginn reyndist alvarlega slasaður en meintur gerandi var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar málsins.

Fleiri mál komu inn á borð lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Þannig voru afskipti höfð af einstaklingum sem köstuðu grjóti í bifreið í Hafnarfirði og þá var tilkynnt um innbrot í bifreið í miðborginni.

Loks hafði lögregla afskipti af þremur leigubifreiðum og uppfylltu tvær þeirra ekki gæða- og tæknikröfur og eiga eigendur þeirra von á sekt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Í gær

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann
Fréttir
Í gær

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af