fbpx
Mánudagur 27.maí 2024
Fréttir

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. apríl 2024 07:00

TU22M3 sprengjuflugvél. Mynd:Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn hrapaði rússnesk sprengjuflugvél af gerðinni Tu-22M3 niður. Að minnsta kosti segjast Úkraínumenn hafa skotið vélina niður en Rússar segja að bilun hafi valdið því að hún hrapaði.

Ef rétt reynist að Úkraínumenn hafi skotið vélina niður, þá er það stór sigur fyrir þá en þeir eiga í vök að verjast á jörðu niðri og Rússar hafa yfirburði í lofti. Úkraínumenn hafa áður skemmt og eyðilagt flugvélar af þessari tegund þar sem þær hafa staðið á flugvöllum en þetta er í fyrsta sinn sem þeir hafa skotið svona vél niður.

Norska ríkisútvarpið hefur eftir Lars Peder Haga, við norska loftvarnarskólann, að Rússar eigi margar vélar af þessari tegund og þetta sé ekki krítískt tjón fyrir Rússa. En ef rétt sé að Úkraínumenn hafi skotið vélina niður, geti það neytt Rússa til að breyta aðgerðaminnstri sínu. Þá verði vélarnar að halda sig fjær víglínunni og komi þá ekki að eins miklu gagni og annars.

Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, hefur ítrekað beðið Vesturlönd um meiri stuðning við loftvarnir landsins, ekki síst í ljósi harðnandi árása Rússa á mikilvæga innviði. Nú hefur NATO heitið að láta Úkraínumönnum fleiri loftvarnarkerfi í té.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakaðir um að setja á svið umferðarslys í Hafnarfirði

Sakaðir um að setja á svið umferðarslys í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Pútín horfir báðum augum á eyjuna okkar“

„Pútín horfir báðum augum á eyjuna okkar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupa gamla póstleið í Dölunum

Hlaupa gamla póstleið í Dölunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Afar sérstætt forsjármál fyrir Héraðsdóm Reykjaness – Faðirinn hefur ekki sést í tíu ár og hætta á að syninum verði vísað úr landi

Afar sérstætt forsjármál fyrir Héraðsdóm Reykjaness – Faðirinn hefur ekki sést í tíu ár og hætta á að syninum verði vísað úr landi