fbpx
Laugardagur 25.maí 2024
Fréttir

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. apríl 2024 18:00

Danskir hermenn á æfingu í Eistlandi. Mynd:Danska varnarmálaráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef það fást ekki nógu margir sjálfboðaliðar til að sinna störfum yfirmanna í danska hernum þá verða yfirmennirnir fundnir meðal þeirra sem gegna herskyldu. Til þess að hægt sé að gera þetta, verður að vera með sérstaka herskyldu fyrir þá sem gegna stöðum yfirmanna og þeir þurfa einnig að fara í gegnum sérstakt þjálfunarprógram.

Verða þeir, sem gegna herskyldu og verða látnir gegna yfirmannsstöðum, dregnir út í sérstökum útdrætti meðal þeirra sem verða dregnir út til að gegna herskyldu. Þetta þýðir að þessir yfirmenn þurfa að gegna herskyldu í tvö ár sem er mun lengri tími en hin venjulega herskylda.

Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra, skýrði frá þessu um helgina í samtali við TV2.  Hann sagðist þó reikna með að nægilega margir sjálfboðaliðar muni gefa sig fram til að gegna yfirmannsstöðum en að samkvæmt nýju lagafrumvarpi verði heimilt til að þvinga fólk til að gegna yfirmannsstöðum ef of fáir bjóða sig fram.

Fyrr á árinu kynnti ríkisstjórnin tillögu um breytingar á herskyldu. Samkvæmt henni þurfa fleiri að gegna herskyldu en verið hefur fram að þessu og einnig verða konur ekki lengur undanþegnar herskyldu.

Ástæðan fyrir þessari breytingu er auðvitað stríðið í Úkraínu og áhyggjur af hvað Rússar munu taka sér fyrir hendur næst.

Einnig hafa útgjöld til varnarmála verið aukin mikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sló ökumann í höfuðið með bjórglasi

Sló ökumann í höfuðið með bjórglasi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

NATÓ-ríki íhuga að senda hermenn til Úkraínu

NATÓ-ríki íhuga að senda hermenn til Úkraínu
Fréttir
Í gær

„Áhorfendur áttu betra skilið“

„Áhorfendur áttu betra skilið“
Fréttir
Í gær

Þreföld eftirspurn eftir leiguhúsnæði miðað við framboð

Þreföld eftirspurn eftir leiguhúsnæði miðað við framboð