fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Grunur um manndráp í Árnessýslu

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 20. apríl 2024 17:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu fyrir klukkan 14 í dag barst lögreglu tilkynning um meðvitundarleysi í sumarhúsi í uppsveitum Árnessýslu. Maðurinn var úrskurðaður látinn skömmu eftir komu viðbragðsaðila á vettvang. Hinn látni er karlmaður á fertugsaldri.

Fjórir hafa verið handteknir á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Lögreglan á Suðurlandi fer með forræði rannsóknar í málinu og nýtur stuðnings m.a. frá tæknideild Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn málsins er á frumstigi. Ekki verða veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.

Veistu meira um málið? Hvar atvikið átti sér stað eða hverjir eiga í hlut? Ertu með myndir af svæðinu? Tekið er við ábendingum á netfangið ritstjorn@dv.is og fullum trúnaði heitið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt