fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 17:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls 32 tilvik um ofbeldisbrot gegn starfsfólki Embættis héraðssaksókjanra voru skráð í fyrra. Árið árið, 2022, voru tilvikin 13 en fyrir um áratug voru engin slík tilvik skráð, það er árin 2013, 2014 og 2015.

Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn þingmannsins Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um hótanir og ofbeldi gagnvart starfsmönnum lögreglu, ákæruvalds og dómsvalds. RÚV greindi frá.

Miðað er við brot er varða 106. grein almennra hegningarlaga en hún er svohljóðandi:

„Hver, sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða út af því, og eins hver sá, sem á sama hátt leitast við að hindra framkvæmd slíks starfa eða neyða starfsmanninn til þess að framkvæma einhverja athöfn í embætti sínu eða sýslan, skal sæta … 1) fangelsi allt að 6 árum. [Ef brot samkvæmt þessari málsgrein beinist að opinberum starfsmanni, sem að lögum hefur heimild til líkamlegrar valdbeitingar, má beita fangelsi allt að 8 árum.] 2) [Beita má sektum, ef brot er smáfellt.] “

Ofbeldisbrotum gegn lögreglumönnum hefur einnig fjölgað, árið 2013 voru þau 146 talsins en árið 2023 voru þau 256. Brotunum hefur fjölgað jafnt og þétt síðastliðin ár, með undantekningum þó. Hér að neðan má sjá töflu um brot gegn öllum opinberum starfsmönnum síðustu tíu ár. Fleiri töflur og nánari upplýsingar má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Í gær

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Í gær

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
Fréttir
Í gær

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins