fbpx
Sunnudagur 04.janúar 2026
Fréttir

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 17:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls 32 tilvik um ofbeldisbrot gegn starfsfólki Embættis héraðssaksókjanra voru skráð í fyrra. Árið árið, 2022, voru tilvikin 13 en fyrir um áratug voru engin slík tilvik skráð, það er árin 2013, 2014 og 2015.

Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn þingmannsins Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um hótanir og ofbeldi gagnvart starfsmönnum lögreglu, ákæruvalds og dómsvalds. RÚV greindi frá.

Miðað er við brot er varða 106. grein almennra hegningarlaga en hún er svohljóðandi:

„Hver, sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða út af því, og eins hver sá, sem á sama hátt leitast við að hindra framkvæmd slíks starfa eða neyða starfsmanninn til þess að framkvæma einhverja athöfn í embætti sínu eða sýslan, skal sæta … 1) fangelsi allt að 6 árum. [Ef brot samkvæmt þessari málsgrein beinist að opinberum starfsmanni, sem að lögum hefur heimild til líkamlegrar valdbeitingar, má beita fangelsi allt að 8 árum.] 2) [Beita má sektum, ef brot er smáfellt.] “

Ofbeldisbrotum gegn lögreglumönnum hefur einnig fjölgað, árið 2013 voru þau 146 talsins en árið 2023 voru þau 256. Brotunum hefur fjölgað jafnt og þétt síðastliðin ár, með undantekningum þó. Hér að neðan má sjá töflu um brot gegn öllum opinberum starfsmönnum síðustu tíu ár. Fleiri töflur og nánari upplýsingar má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Dóra Björt sækist eftir 3.-4. sæti hjá Samfylkingunni – „Ég er jafnaðarmanneskja í húð og hár“

Dóra Björt sækist eftir 3.-4. sæti hjá Samfylkingunni – „Ég er jafnaðarmanneskja í húð og hár“
Fréttir
Í gær

Íslendingar nefna hvað þeir myndu gera ef þeir ynnu 642 milljónir í Víkingalottóinu

Íslendingar nefna hvað þeir myndu gera ef þeir ynnu 642 milljónir í Víkingalottóinu
Fréttir
Í gær

Hæstiréttur neitar að taka fyrir mál manns sem nuddaði rass stjúpdóttur sinnar

Hæstiréttur neitar að taka fyrir mál manns sem nuddaði rass stjúpdóttur sinnar
Fréttir
Í gær

Það þýðir ekkert að kvarta við umboðsmann Alþingis yfir kílómetragjaldinu

Það þýðir ekkert að kvarta við umboðsmann Alþingis yfir kílómetragjaldinu
Fréttir
Í gær

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar
Fréttir
Í gær

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“