fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Árásir Írans á Ísrael: Bjarni hvetur til stillingar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 14. apríl 2024 12:41

Bjarni Benediktsson. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur skrifað um loftskeytaárásir Írans á Ísrael á X (áður Twitter). Fordæmir hann árásirnar en hvetur alla málsaðila til að sýna stillingu.

„Ísland fordæmdir árás Írans á Ísrael í gærkvöld. Versnandi öryggistaða á svæðinu er mikið áhyggjefni. Við hvetjum alla aðila til að sýna stillingu til að koma í veg fyrir frekari stigmögnun átakanna,“ segir í tísti Bjarna.

Íranir segja að árásunum sé lokið en vara Ísrael við hefndaraðgerðum. Þórdís Reykfjörð Gísladóttir utanríkisráðherra ræddi málið við RÚV og segir:

„Þetta er augljóslega alvarlegt ástand. Það er alveg ljóst að írönsk stjórnvöld hafa lengi grafið undan stöðugleika og að árásin er viðbrögð við ólöglegri árás Ísraels á ræðisskrifstofu Írans í Damaskus. Með þessari beinu árás á Ísrael hefur Íran tekið ákveðið skref í átt að stigmögnun. Við sannarlega vonum að árásum linni tafarlaust og að aðilar sýni raunverulega stillingu en þetta er alvarleg atburðarás.“

Þórdís Kolbrún fordæmdi árásina á Twitter í gærkvöld en hún segir jafnframt við RÚV:

„Við höfum fordæmt þessa árás Írans. Að öðru leyti fylgjumst við náið með bæði viðbrögðum annarra ríkja og þróuninni. Dagurinn í dag mun væntanlega með einhverjum hætti sýna hvað er líklegt að gerist í framhaldinu. Við vonum sannarlega að aðilar sýni stillingu í framhaldinu og mögulegum frekari viðbrögðum. Þetta er stigmögnun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur
Fréttir
Í gær

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt