fbpx
Þriðjudagur 28.maí 2024
Fréttir

Forsetaefnasúpa Íslands vekur athygli og furðu erlendis – Bauð sig óvart fram því hún sér illa – „Ég var ekki með gleraugun á mér“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. apríl 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðillinn Bloomberg vekur athygli á þeim mikla fjölda sem hefur gefið kost á sér til embættis forseta Íslands. Segir í frétt miðilsins að vefsíðan island.is hafi gert það svo auðvelt að bjóða sig fram að tugir fólks hafi kastað hatti sínum í hringinn – og það sumir af slysni.

„Um helmingur þeirra ca. 150 einstaklinga sem hafa boðið sig fram hafa nú þegar dregið framboð sitt til baka eftir að fjöldi þeirra skráði sig óvart í framboð þegar þau í raun ætluðu að mæla með öðrum frambjóðendum.“

Bloomberg ræddi við áhrifavaldinn Öldu Coco sem var ein þeirra sem bauð sig óvart fram, en hefur ákveðið að standa við framboðið.

„Þetta var algjörlega óvart,“ sagði Alda og bætti við að hún hafi ætlað að mæla með Ásdísi Rán Gunnarsdóttur.

„Ég áttaði mig á hvað ég hafði gert nánast strax en ákvað að draga framboðið ekki til baka þar sem mér fannst frekar fyndið að halda því til streitu.“

Eins var rætt við hina 59 ára Þorbjörgu Friðriksdóttur sem kom að fjöllum þegar framboð hennar var borið undir hana.

„Ég sat á veitingastað í Vín þegar einhver frá ríkisútvarpinu hafði samband því ég var að bjóða mig fram til forseta. Ég var slegin. Þetta var mjög klaufalegt af mér. Ég var ekki með gleraugun á mér og hef greinilega stofnað til minnar eigin undirskriftasöfnunar.“

Þorbjörg hefur dregið framboðið til baka, en Bloomberg tekur fram að þessi atburðarás hafi orðið til þess að breytingar voru gerðar á vefnum island.is.

Miðillinn rekur að í framboði séu meðal annars leikkona, fjárfestir, fremsti samsæriskenningarsmiður landsins og fyrsti maðurinn í heiminum til að gangast undir tvöfalda handaígræðslu. Eins sé kona að bjóða sig fram fyrir hönd jökuls.

Við þetta megi bæta að forsætisráðherra landsins sé í framboði og ætli sér þannig að stíga út úr stjórnmálastarfi.

Á Íslandi sé embætti forseta viðhafnastaða þar sem þjóðhöfðinginn fari ekki með eiginleg völd heldur sé sameiningartákn þjóðar og verndari stjórnarskrárinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Missti hluta af öðru nýranu en fær engar bætur

Missti hluta af öðru nýranu en fær engar bætur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bráðfyndið atvik í verslun – Reyndi að svíkja út pening en var sjálf kærð

Bráðfyndið atvik í verslun – Reyndi að svíkja út pening en var sjálf kærð
Fréttir
Í gær

Tilkynnt um mann sem „beraði sig og hristi“

Tilkynnt um mann sem „beraði sig og hristi“
Fréttir
Í gær

Stoltenberg vill að Úkraínumenn fái að nota vestræn vopn til árása á rússneskt landsvæði

Stoltenberg vill að Úkraínumenn fái að nota vestræn vopn til árása á rússneskt landsvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anita hvetur yfirvöld til að segja nafn látinnar dóttur sinnar upphátt – „Þetta eru óafturkræf mistök, óafturkræf vanræksla“

Anita hvetur yfirvöld til að segja nafn látinnar dóttur sinnar upphátt – „Þetta eru óafturkræf mistök, óafturkræf vanræksla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru dýrustu og ódýrustu borgir Evrópu til að fara í helgarferð

Þetta eru dýrustu og ódýrustu borgir Evrópu til að fara í helgarferð