fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Bandarískur stjórnmálamaður gengur til liðs við rússneska herinn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. apríl 2024 04:02

Wilmer Puelo-Morta. Mynd:Khanty-Mansi regional government/Telegram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum bæjarfulltrúi í Bandaríkjunum og meðlimur þjóðvarðliðsins í Massachusetts flúði nýlega land og er nú genginn til liðs við rússneska herinn til að berjast í stríðinu í Úkraínu. Maðurinn er eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum vegna gruns um að hann hafi gerst sekur um barnaníð.

Wilmer Puello-Mota, sem er 28 ára, er fyrrum bæjarfulltrúi í Holyoka í Massachusetts. Hann hvarf þann 7. janúar síðastliðinn, tveimur dögum áður en hann átti að mæta fyrir dóm á Rhode Island vegna vörslu barnakláms og tilrauna til að hindra framgang réttvísinnar.

Í síðustu viku birtu rússnesk yfirvöld mynd af honum þar sem hann var að skrifa undir samning við rússneska herinn á ráðningarskrifstofu í Khanty-Mansiysk í vesturhluta Síberíu.

„Bandaríkjamaður skrifaði undir samning í ættjarðarástarmiðstöðinni í Khanty-Mansiysk,“ segir í myndskeiði sem Rússar birtu á Telegram.

The Guardian segir að svo virðist sem Puello-Mota hafi barist sem sjálfboðaliði með rússneska hernum við úkraínska bæinn Avdiivka í febrúar og hafi nú gengið formlega til liðs við herinn.

Í febrúar birtust myndir af manni, sem andlitið var gert ógreinilegt á, með bandaríska fánann í rústum bæjarins. „Ég er hér til að reisa bandaríska fánann sem tákn um vináttu og stuðning fyrir allt það sem fólk er að gera hérna. Ég er stoltur af að vera hér,“ sagði maðurinn á myndbandsupptöku. Er talið að þetta sé Puello-Mota.

Bandaríska dagblaðið Republican segir að ættingjar Pullo-Mota hafi þekkt rödd hans á upptökunni.

Hann var handtekinn á Rhode Island 2020 þegar lögreglan fann nektarmyndir af ungri stúlku í síma hans. Hann sagðist hafa talið hana vera 22 ára en hún var 17 ára.

Síðar var hann ákærður fyrir fölsun, svik og fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann sagði yfirmanni sínum hjá þjóðvarðliðinu að sakargiftirnar um vörslu barnakláms væru rangar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik